Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 46

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 46
Sjöl við íslenska búninga Þegar konur á Islandi gengu á íslenskum búningi, fram yfir miðja 20. öld, var alsiða að sveipa sig stóru ullarsjali til skjóls, brotnu saman eftir kúnst- arinnar reglum, áður en það var lagt yfir axlirnar (Sjá: Hugur og hönd 1997, bls. 32. Peysufatasjal, leiðbeiningar Elínar Jónsdóttur, skráðar af Krist- ínu Schmidhauser Jónsdóttur). Sjöl voru mis- munandi að gerð og stærð. Kasmírsjöl og frönsk sjöl þóttu fínust og voru notuð aðallega sem við- hafnarsjöl. Þau voru úr þunnum, svörtum ullar- dúk, kasmírsjölin einlit, þau frönsku með íofnum marglitum munsturbekkjum í kring eða símunstruð, stærð um 160 cm breið og um 3,20 cm löng. Kögur allt í kring, 15-20 cm langt. Peysufatasjölin sem flestar konur áttu og notuðu bæði við hversdags- sem sparibúning, voru minni en viðhafnarsjölin, en brotin á svipaðan hátt, stærðin var um 160-170 cm á kant auk kögurs. Þau voru gerð úr þéttum ullardúk, misþykkum, eftir því hvort um var að ræða sumarsjöl eða vetr- arsjöl. Þau munu stundum hafa verið handofin með vaðmáls- eða vormeldúksvend, köflótt eða bekkjótt með sauðarlitum. Að öllum líkindum hafa handofin sjöl verið sett saman úr a.m.k. tveimur breiddum, íslenskir vefstólar voru flestir einbreiðir, þannig að hægt var að vefa í þeim breiðast tæplega 80 cm. Þegar kom fram á 20. öldina fóru konur að nota kápur eða frakka sem yfirhöfn við íslenskan búning, en voru ekki allar sáttar við það. Voru sammála Huldu A. Stefánsdóttur þegar hún segir: „Kápur þekktust ekki við peysuföt fram eftir öld- inni, enda fara þær illa við peysuföt.” Um þessar mundir hafa margar ungar konur hug á að koma sér upp íslenskum búningi til að klæðast við hátíðleg tækifæri, það sýnir góð að- sókn um alllangan tíma að búningasaumanám- skeiðum Heimilisiðnaðarskólans. E.t.v. eru ein- hverjar sammála H.Á.S. og myndu fremur kjósa sér sjal en kápu sem yfirhöfn við búninginn. Þó ekki fáist sjöl með gamla laginu, getur verið lausn fyrir þær að koma sér upp handofnu langsjali eins og því sem lýst er hér á eftir. Sigríður Halldórsdóttir Heimildir: „Um íslenskan klæðnað”. Hulda Á. Stefáns- dóttir. Hugur og hönd 1979, bls. 4. „Peysufatasjal. Hvernig bera á sjal svo vel fari”. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Hugur og hönd 1997, bls. 32. 46 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.