Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 43

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 43
með sér afríska menningararfleifð sem fegurðarskyn þeirra á rætur í, en var ætl- að að vinna eftir textílmenningu sem var upprunnin frá Evrópu. En það var aug- ljóst að konurnar héldu sköpunargleð- inni vakandi með því að fást við búta- saum áður og eftir að þrælahaldinu lauk. Afrísk menningararfleifð Fræðimenn sem hafa skoðað sérstaklega afrísk tákn og merkingar þeirra segja að táknin og hefðirnar hafi átt greiða leið með þrælunum yfir í bútasaumsteppin og orðið hluti af afró-amerísku hefðinni sem varð til í Ameríku. Rétt er að taka fram að ekki eru allir fræðimenn sam- mála um hvernig á að skilgreina afró-am- erísku bútasaumshefðina og að hve miklu leyti hún á rætur að rekja til Vest- ur-Afríku. Ber fólk menningararfleifðina í sér ómeðvitað, eða er það meðvitað um arfleifðina og leitast við að vinna í anda hennar. Sumir segja einkennin augljós, en aðrir segja varasamt að alhæfa nokkuð um sérkenni afró-amerísku hefðarinnar, því verkin geta verið jafn ólík og höfund- ar þeirra. Því er rétt að líta á eftirfarandi flokkun aðeins sem viðmiðun. Fagurfræði afró-amerískra teppa ein- kennist af lóðréttum röndum og björt- um litum, mynstrum sem eru stórgerð, margþætt og ekki samhverf (symmetrísk). Þá er spuni algengur sem má hugsa sér sem andstæðu við upp- skriftahugsun. Blökkukonur hafi verið líklegri til að leggja bútasaumsmynstur á minnið, en hvítu konurnar hafi frekar farið eftir uppskriftum á blaði. Út frá afrísku menningararfleifðinni hefur þróast sérstakur stíll, afró-ameríski stíllinn sem rúmast innan bútasaums sem tómstundaiðju eða listforms og allt þar á milli. Hægt er að skoða teppin frá sjónarhorni fagurfræðinnar, saumtækn- innar, trúarhugmyndanna eða táknanna sem leynast í þeim. Harriet Powers Teppi Harriet Powers (1837-1911) eru án efa þekktustu biblíuteppi bútasaums- sögunnar. Harriet var fædd í þrældóm en hlaut frelsi í kjölfar þrælastríðsins. Tvö teppi hafa varðveist eftir hana, annað er í eigu Smithsonian-safnsins í Washington DC og hitt í Museum of Fine Arts í Boston. Biblíuteppi Harriet eru talin einu verk blökkukonu sem hafa varðveist með skrásettri sögu frá 19. öld. Banda- rísk yfirstéttarkona eignaðist annað tepp- ið og skráði frásagnir Harriet um sögu þess og merkingu. I teppunum koma fyrir fígúrur af fólki, dýrum, og öðrum formum sem eru útfærð á einfaldan hátt og svipar þannig til vestur-afrísku ásaumshefðarinnar. Teppin minna einnig á bandarísku sögu- teppahefðina. En hvort fátæk, ólæs blökkukona undir lok 19. aldar hafi vit- að um bútasaumshefðir sem áttu rætur að rekja til Afríku eða að hún hafi ómeð- vitað unnið teppin í þeirri hefð, er erfitt að segja. Litið er á teppi Harriet sem þjóðarger- semi í Bandaríkjunum. Smithsonian- safnið ætlaði að selja erlendu fyrirtæki leyfi til að fjöldaframleiða endurgerð af teppinu í þeirra eigu. Þessi ráðagerð olli miklu hneyksli á meðal áhugafólks um bútasaum. Mótmælaaðgerðir hófust og safnið sá sig knúið til að hætta við áform sín. Teppin hafa verið rannsökuð ítarlega og margar greinar og bækur skrifaðar um þau. Nafn Harriet Powers varð ekki þekkt fyrr en eftir 1960, hálfri öld eftir andlát hennar. Hún hefði vafalaust ekki trúað því að hennar verk ættu eftir að vekja slíka athygli jafnt hjá lærðum og leikum. Guðrún Hannele Henttinen Heimildir og ítarefni Adams, Marie Jeanne (1979). „The Harriet Powers Pictorial Quilts.“ Black Art, 3 (4), 12- 28. Ferrero, Pat, Hedges, Elaine & Silber, Julie (1987). Hearts and hands: The influence of women & quilts on American society. San Francisco: The Quilt Digest Press. Fry, Gladys-Marie (1976). „Harriet Powers: Portrait of a Black Quilter.“ In Missing Pi- eces: Georgia Folk Art 1770-1976. Atlanta: Georgia Council for the Arts and Human- ities. Fry, Gladys-Marie (1990). Stitched from the Soul: Slave Quilts from the Ante-Bellum South. New York: Dutton Studio Books. Leon, Eli (1997). „African influences on Amer- ican quilts“ (adaptation from his original work from 1992). Piecework, 5 (4), 34-38. Lyons, Mary E. (1997). Stitching stars: The story quilts of Harriet Powers. New York: Aladdin paperbacks. Macdowell, Marsha L. (ritstjóri) (1997). Afric- an American quiltmaking in Michigan. East Lancing, Michigan: Michigan State Uni- versity Press. Mazloomi, Carolyn (1994). Spirits of the cloth: Contemporary African American quilts. New York: Clarkson N. Potter Publishers. Museum of Fine Arts, Boston (1973). A Pattern Book, Based on Appliqué Quilt by Mrs. Harriet Powers, American, 19th Century. Boston: Museum of Fine Arts. Perry, Regenia (1994). Harriet Powers’s bible quilts. New York: Rizzoli International Publications Inc. Ramsey, Bets &Trechsel, Gail Andrews (1991). Southern Quilts: A New View. McLean, VA: EPM Publications, Inc. Shaw, Robert (1993). Quilts: A Living Tra- dition. New York: Beaux Art Editions. Tobin, Jacqueline L. & Dobard, Raymond G. (1999). Hidden in plain view: A secret story of quilts and the underground railroad. New York: Anchor books. Wahlman, Maude Southwell (1989). „Religious Symbolism in African American Quilts.“ Cl- arion (Museum of American Folk Art), 14 (3), 36-43. Wahlman, Maude Southwell (1993). Signs and Symbols: African Images in African Americ- an Quilts. New York: Penguin Books. Wahlman, Maude Southwell & Torrey, Ella King (1983). Ten Afro-American quilters. The University of Mississippi: The Center for The Study of Southern Culture. Nœrmynd afBoston-teppinu efiir Harriet Powers. HUGUROGHÖND 43

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.