Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 13
Norðlenskt œvintýri. Vatnslitir á japanpappír (1970). Regndropar. Vatnslitir á japanpappír (1970). kennara og námskeiðahald undanfarin 10 ár í þeirri listgrein við Listaskólann í Saar í Þýskalandi. Einnig hefur Torfi unnið með próf. Wolfgang Nestler í Saarbriicken og Aachen í Þýskalandi, Frakklandi og víðar undanfarin 10 ár. Torfi hélt vatnslitanámskeið í MHI árið 1998. Greinar um listskrifarann Torfa Jóns- son hafa birst í bókunum „ Lifandi letur“ 1982, „Sixty Alphabets“ og í bók Leonid Pronenko um kalligrafíu sem gefin var út í Moskva 1991. Torfi er einn þekktasti bókahönn- uður hérlendis og hefur einnig starf- að við bókahönnun erlendis eins og áður er getið. Meðal annars hefur hann starfað íyrir Hið íslenska bók- menntafélag allt frá árinu 1982 til dagsins í dag. Níu listaverkabækur hannaði Torfi fyrir ASÍ og Lögberg, og bókina „ Iceland Crucible“ fyrir Vöku- Helgafell. Þá hannaði Torfi einnig bókina „Passíusálmar" sem Landsbókasafn-Háskólabókasafn gaf út og einnig Árbækur sömu stofnunar árin 1997 og 1998. Hönnun bóka er ákaflega mikil- væg listgrein. Vönduð hönnun bók- ar styrkir efni hennar og gleður lesand- ann. Bókin „Passíusálmar" sem Torfi Jónsson hannaði er gott dæmi um fram- úrskarandi hönnun bókar yst sem innst. Uppsetning textans er mikið nákvæmn- isverk, það þarf næmt auga og mikla kunnáttu og þjálfun til að samræma full- komlega handskrifaðan texta sr. Hall- gríms Péturssonar og prentaðan texta. Fínlegt samspil leturflata og litbrigða á öllum blaðsíðum bókarinnar er til fyrir- myndar og kápa bókarinnar augnayndi. Líka hefur Torfi unnið hönnunarverk- efni fyrir Samband íslenskra samvinnu- félaga, Flugleiðir og Almenna bókafélag- ið. Onnur viðfangsefni hans eru afar fjöl- breytt, listskrift á viðurkenninga- og verðlaunaskjöl, opinber skjöl og einka- skjöl af margvíslegu tagi. Torfi er jafn- leikinn í að skrifa eldri klassískar, hefð- bundnar skriftargerðir og nútímalegar útfærslur skriftar þar sem skrifarinn leik- ur frjáls listir sínar á skapandi hátt með margvíslegum tilbrigðum. Dæmi um hvorutveggja má sjá á myndum sem fylgja þessari grein. Hann leggur mikla alúð og metnað í hvert verk sem honum er falið að vinna, sama hvort það er stórt eða smátt. Það er athyglisvert að sjá hvernig Torfi tjáir sig með pennanum, hvernig hann beitir þessu merkilega verkfæri. Stund- um leyfir hann t.d. skriftarlínunni að leika sér næstum frjálsri á pappírnum, þá er hægt að líkja hreyfmgum hennar við þokkafullan, glæsilegan og gáskafullan ballettdans. Stundum agar hann línuna, skrifstafirnir raðast upp eins og fullkom- lega þjálfaður flokkur íþróttamanna, sem ganga taktfast og reglubundið á íþrótta- sýningu, sýnir virðuleika og festu. Þannig notkun listskriftarinnar eykur á- hrifamátt hennar og styrkir þann boð- skap og skilaboð sem hún ber með sér hverju sinni. Islendingar hafa lengi dáð fagra skrift og góða skrifara. Handverkið er margra alda gamalt og ber með sér arfleifð ótal margra listaskrifara, flestra nú nafn- lausra. Undrið er að handskriftin hefur eigið líf eins og sjálft móðurmálið sem sí- fellt nærist á nýjum hugmyndum og er endalaust að þróast og breytast. Torfi hefur haft margar sýningar á listskrift sinni, einkasýningar og í fé- lagi við aðra. Dómar um verk hans hafa verið á einn veg — frábærlega já- kvæðir. Torfi er líka í fremstu röð íslenskra vatnslitamálara og hefur haft margar sýningar á vatnslitamyndum sínum. Bæði einkasýningar og með öðrum vatnslitamálurum hérlendis og er- lendis. Hjá listrýnum hefur hann undantekningalaust hlotið mjög góða dóma fyrir myndir sínar. Mynd- irnar vinnur hann nú aðallega á þunnan ríspappír. Með mikilli þjálf- un og reynslu hefur hann náð frá- bærum árangri á sviði vatnlitamálunar, tækni hans er mikil og hann hefur öðlast persónulegan stíl í tjáningu sinni. Lita- meðferðin er einstök, blæbrigðarík en þó hófstillt, myndbyggingin traust, engar ó- dýrar lausnir valdar. Myndefnið fjöl- breytt, vel íhugað og grundað áður en myndgerðin er hafin. Verk hans eru bæði í einkaeign og í eigu opinberra aðila. Þórir Sigurðsson Ljósmyndir afskrift og vatnslitamyndum: Imynd/Guðmundur Ingólfsson Píanistinn. Vatnslitir á japanpappír (1982). HUGUROGHÖND 13

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.