Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 26

Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 26
efna til smásýninga og leggur til að kven- og ungmennafélög starfi saman að und- irbúningi landssýningarinnar. Arið 1926 ritaði Halldóra enn í Hlín um fyrirhugaða heimilisiðnaðarsýningu 1930 og er ekki annað að sjá af skrifum hennar en að allt sé klappað og klárt. Það hefir verið talið sjálfsagt að hald- in yrði landssýning á íslenskum heim- ilisiðnaði 1930, meðal annars vegna þess, að þá eru 9 ár liðin síðan almenn heimilisiðnaðarsýning var haldin ... . Þjóðin þarf að fá þarna skýra og helst sem besta mynd af sjálfri sjer, en að- komumenn góða hugmynd um menningarástand þjóðarinnar, með því að skoða fjölbreytt handbragð hennar. Segist hún sérstaklega vilja beina orð- um sínum til kvenfélaganna og ung- mennafélaganna í landinu sem hafi unn- ið heimilisiðnaðinum mikið gagn og seg- ir: „Þau þurfa að taka þetta sýningarmál að sjer og vinna nú saman að þessari sameiginlegu hugsjón fjelaganna." Hún brýnir alla landsmenn til þátttöku og segir metnaðarmál að hver geri sitt besta — etur héruðunum bókstaflega saman í keppni um hver geti gert best. Hún legg- ur til að félögin í hverju héraði kjósi tvo fulltrúa hvert, karl og konu, til að taka að sér að koma munum á sýninguna, koma þeim þar fyrir og annast um þá á meðan sýningin sé opin, selja það sem selja má en hafa hitt með sér heim aftur. Segir hún að félögin „eins og gefur að skilja“ eigi að bera kostnaðinn af þessari ferð fulltrúanna. Hún segist gera „ráð fyrir því sem sjálfsögðu" að hvert hérað hafi sérstakt sýningarherbergi á landssýning- unni og með því fyrirkomulagi komi vel í ljós hvað hver sýsla hefur til brunns að bera í þessum efnum. Um hlutverk sýningarinnar segir hún í sömu grein meðal annars að ef vel takist til muni hún vekja aðdáun þeirra útlend- inga, sem vit hafa á að dæma um slíkt. „Þeir þykjast þar sjá einkenni göfugrar menningar engu síður en í bókmentun- um”. Hún hvetur til útgáfu á íslenskri handavinnubók og varar við notkun er- lendra leiðbeiningabóka: Islensk alþýða þarf að eiga aðra betri uppsprettu að ausa úr en „Nordisk Mönstertidende”. -Hún má ekki láta leiðast út á þá glapstigu að álíta silki- saumaðar myndir eftir brjefkortum æðsta takmark íslensks listsaums. Þær myndir allar ættu að vera gersamlega útilokaðar frá landssýningunni, og það þótt þær sjeu í logagyltum römmum! I Ketill. sama númeri ættu hinar svokölluðu „gobelin" myndir að vera. (Vegg- myndir, saumaðar í útlendan ullarjava með útlendu ullargarni, eftir útlend- um fyrirmyndum). Halldóra segir listgildi allra slíkra mynda hverfandi því að þær séu aðeins einfaldar stælingar og ekkert frumlegt við þær og því síður þjóðlegt. I þessum greinum minnist Halldóra ekki á aðild Heimilisiðnaðarfélags Islands að mál- inu. Það dróst, eins og áður segir, að taka formlega ákvörðun um sýninguna. Af fundargerðum H.I. er ekki að sjá að allt hafi verið jafn klappað og klárt og Hall- dóra lætur líta út fyrir í greinum sínum í Hlín. I fundargerðabókum H.I. frá árinu 1927, má finna bókun um að félagið til- nefni fulltrúa í nefnd um sýningu í til- efni hátíðarhalda 1930, ekki er getið um hvers konar sýning er til umræðu en fram kemur að stjórnin hefur kosið Hall- dóru Bjarnadóttur sem fulltrúa sinn. Um mitt næsta ár var enn óákveðið hvort af sýningu yrði sumarið 1930 og fram kemur í bókunum H.I. að „Þingvalla- nefnd“ sé með öðrum nefndum að at- huga málið. I janúar 1929 er ljóst að á- kvörðun hefur verið tekin um þátttöku H.I. því að lagt er til að verja fé til að kaupa vel gerða muni sem nota mætti sem sýnishorn og til sölu á landssýningu árið 1930. Ekki er að merkja neitt hik á Halldóru fram að þessu. Grein hennar um sýning- una í Hlín 1927 ber yfirskriftina ,Ávarp til landsmanna“ og hefst á orðunum: „Landssýningin 1930 stendur íyrir dyr- um”. Þar segist hún telja víst að kvenfé- lög og ungmennafélög muni „standa undir merkjum með okkur í þessu sýn- ingarmáli“ og vinna með nefnd sem landsfundur kvenna skipaði og með Heimilisiðnaðarfélagi Islands „sem að líkindum tekur sýningarhaldið á sínar herðar”. Hún útlistar síðan hvernig heppilegt væri að haga samvinnu og um- sjón með sýningunni og er það að mestu leyti í samræmi við þær hugmyndir sem hún viðraði í Hlín árið 1925. Hún ræðir ennfremur um að flokka sýningarmun- ina og þar koma jafnframt fram hug- myndir hennar um aðgreiningu iðnaðar og heimilisiðnaðar: Á landssýningu þessari má ekki vera neitt eftir lærða iðnaðarmenn, t.d. ekki smíðisgripir eftir útlærðan trjesmið, en vinni sami maður að heimilisiðnaði t.d. bókbandi, má að sjálfsögðu taka þá muni. ... það má ekki blanda iðnaði og heimilisiðnaði saman. I sömu grein ítrekar hún það sem hún hafði áður nefnt um að útiloka silki- saumaðar landslagsmyndir og góbelín og segir jafnframt að tíma og kröftum sé illa varið í að búa til margbrotna útsagaða hluti sem eru „oftast því ósmekklegri sem þeir eru margbrotnari”. Ennfremur kemur fram að öll vinna sem gerð er í skólum og námskeiðum er útilokuð frá sýningunni, meðal annars vegna viðvan- ingslegs yfirbragðs. I sama blaði birtir hún grein um Heimilisiðnaðarfélag Is- lands og segir þar meðal annars að lands- sýningin 1930 sé best komin í höndum H.I. eins og sýningin árið 1921. Nú má minnast þess að Halldóra var afar atorkusöm kona, sjálfstæð og þótti stundum ráðrík. Hún hafði verið sjálf- skipaður leiðbeinandi almennings í heimilisiðnaðarmálum með sérstakan ríkisstyrk til þess starfs frá árinu 1925. Hún lét ekki undir höfuð leggjast að gera Alþingi grein fyrir störfum sínum við undirbúning landssýningarinnar. I skýrslu sem hún sendi þinginu um störf sín árið 1928 kemur fram að þrátt fyrir óvissu sem ríkti um málið hafði hún haustið 1927 sent bréf í alla hreppa á landinu og beðið menn og konur sem hún þóttist vita að höfðu áhuga á málinu að hafa forgöngu og fá aðra með sér í nefnd til undirbúnings sýningu. Sem heimilisiðnaðarráðunautur var hún á sífelldum þeytingi um landið vítt og breitt og var því í lykilstöðu til að hafa áhrif á almenningsálit. Það hefur hún óspart gert og jafnframt notið vinsælda ársritsins Hlínar sem hún ritstýrði og á- hrifa í Sambandi norðlenskra kvenna en hún var stofnandi félagsins og lengst af formaður þess. Það mun vera óhætt að segja að þrot- laus vinna Halldóru og áróður á báða bóga, hafi átt stóran þátt í því að heimil- isiðnaðarsýningin varð að veruleika. 26 HUGUR0GHÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.