Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 37
Blómaprinsessan Þegar kom að lokaverkefni í útsaumi og vélsaumi í námi mínu við textíldeild Kennaraháskóla Islands var ég ákveðin að vinna með blindraletur. Það kemur til af því að ég á litla 5 ára prinsessu sem er blind. Einnig var ég nýbúin að vera á námskeiði um blindraletur og heillaðist mjög af því, fannst það bæði fallegt og dularfullt. Fyrstu hugmyndir mínar að lokaverkefni voru að skrifa upp ljóð með blindraletri. Mér datt í hug að nota perl- ur eða fræhnúta til að búa til punktana í letrinu og skreyta í kring, t.d. með tvinna og öðru sem truflaði ekki lestur- inn. Fljótlega datt mér í hug að gera búta- saumsteppi, einskonar söguteppi þar sem hver bútur væri ein blaðsíða. Falleg saga eða ævintýri ritað með blindraletri og myndir til skreytingar. Ég teiknaði upp teppið eins og ég sá það íyrir mér og skrifaði niður útskýringar og hugmyndir. Eg fór að leita eftir sögu sem ég gæti skrifað upp og myndskreytt. Þá kom kennari minn Sigrún Guðmundsdóttir með þá hugmynd að ég skrifaði söguna sjálf. Þar sem ég hafði ekkert fengist við að skrifa ákvað ég að hugsa málið. En sagan kom af sjálfu sér. Sagan um Blómaprinsessuna sem skreytti allt með blómum. Þórður Helgason kennari í K.H.I. las yfir söguna og gaf mér góð ráð. Mikil undirbúningsvinna var nauð- synleg, en sú vinna skilaði sér margfalt þegar ég fór að sauma sjálft teppið. Ég prófaði að sauma perlur í hin ýmsu efni en sá fljótlega að flísefni myndi henta best. I flísinu bggja perlurnar ekki lausar ofan á efninu heldur setjast þær ofan í efnið og eru þannig fastari fyrir, sem ger- ir lesturinn auðveldari. Ég valdi einnig flísefnið vegna þess að ég hafði ákveðið að saumarnir ættu að snúa út og ramma þannig inn eða aðgreina texta og mynd. Þegar ég hafði ákveðið að vinna með flís- efni fór ég á stúfana og fann það flís sem mér fannst henta best, ekki of þykkt og ekki of þunnt. Þar sem ég var búin að hugsa mikið um þetta verkefni áður en ég byrjaði, var ég komin með nokkrar hugmyndir um hvernig best væri að sauma perlurnar. Til þess að letrið yrði læsilegt varð ég að passa að jafnt bil væri á milli perlanna í stöfunum sjálfum sem og á milli stafa og orða. Ég prófaði nokkrar aðferðir til að ná þessu, t.d. að merkja fyrir punktunum í gegnum rúðu- strikað blað, en það var seinlegt og ekki nógu nákvæmt. Að loknum nokkrum tilraunum prófaði ég að sauma í gegnum stramma og gekk það mjög vel og ákvað ég að nota þá aðferð. Þá var bara að finna réttu stærðina á strammanum. Hann mátti ekki vera of grófur, því þá tæki letrið alltof mikið pláss, ekki mátti hann heldur vera of fíngerður þannig að perlurnar yrðu of þétt saman og þannig ólæsilegar. Ég gerði nokkrar tilraunir í misjafnlega grófa stramma og fann að lokum þann rétta. Þegar ég hafði gert nokkrar prufur fór ég með þær niður í Blindrafélag og fékk Gísla Helgason til að að lesa textann. I miðju vinnuferlinu datt mér í hug að athuga hvort ekki væri hægt að útbúa bók fyrir mig. Þar sem sagan væri bæði með blindraletri og venjulegu letri og upphleyptum myndum. Hugmyndin vaknaði þegar ég var að lesa með dóttur minni í þesskonar bók sem hún hafði fengið hjá Blindrabókasafninu. Ég fór og kannaði málið og fékk mjög góðar und- irtektir, og bókin varð að veruleika. Það var dálítið púsluspil að sníða tepp- ið því ég hafði ákveðið að hafa bútana misstóra. Þar sem ég var búin að teikna upp teppið, ákveða hvernig textinn ætti að skiptast og gera uppkast að flestum myndunum gekk þetta furðu fljótt. Ég ákvað að hafa alltaf texta og mynd til HUGUROGHÖND 37

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.