Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 21

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 21
1. tafla. Sambærileg litaheiti á sauðfé á Hjaltlandi og íslandi. Hjaltland Island 1 Blettet Blettótt 2 Bleset Blesótt 3 Brandet Bröndótt1 4 Flecket Flekkótt 5 Gulmoget Botnótt (gulmögótt)3 6 Katmoget Kattarmögótt (golsótt) 7 Kraiget Krögótt 8 Krunet Krúnótt 9 Moget Mögótt (höfuð)2 10 Sholmet Hjálmótt 11 Sokket Sokkótt 12 Yuglet Eyglótt (baugótt) 1 Bröndótt hefur aldrei, svo vitað sé, verið notað sem lit- arheiti á sauðfé á íslandi. 2 Mögótt (golsótt) er hér notað um lit á höfði og gæti ver- ið það sama og golbíldótt. 3 Gulmögótt mun hafa verið til á íslandi sem heiti á botn- óttu (gulur magi, kviður). skömmu upp úr 800 e. Kr., eða fyrir nærri 1200 árum. Það er líklegt að Norðmenn hafi farið með sauðfé frá Noregi til Hjaltlands og það hafi haldist þar lítið blandað síðan. Féð á Hjaltlandi er enn með stutta rófu og með fínt þel en mun fínna tog en Is- lenska féð. En Hjaltlendingar hafa haldið í mislitt fé frá upphafi vega og þar með hafa lita- heitin geymst af því að heitin voru tengd litum sem lifðu í hjörðinni. Norðmenn áttu mislitt fé í einhverjum mæli fram undir aldamótin 1900 en á 19. öldinni var flutt inn mikið af hvítu fé til Noregs frá Bretlandi. Mislita féð hvarf í einum ættlið þegar hvíta breska fénu var blandað inn í það, og þar með töpuðu Norðmenn heitunum á litunum, þegar hvergi var hægt að benda á mislita kind. Það er sérkennilegt hve Hjaltlending- ar hafa haldið í litaheitin þegar þess er gætt að þeir eru búnir að skipta um tungumál frá landnámi á Hjaltlandi, en flekkóttar og golsóttar kindur héldu á- fram að vera flekkóttar og golsóttar þó að eigendurnir færu að tala ensku í stað- inn fyrir forníslensku. Á Hjaltlandi er mislit ull af heimafénu notuð í vandað prjónles sem er selt á háu verði í minjagripabúðum og selt eftir pöntunum út um allan heim. Algeng- ustu litirnir í prjónlesinu eru hvítt, svart, mórautt og grátt. Stundum er hvít ull kembd saman við mislita ull til að ná ljósum blæbrigðum af mislitunum. Stefán Aðalsteinsson 29. Golbíldóct, hyrnd gimbur Black badgerface- piebald, horned ewe lamb 31. Svartblesótt, hyrnd forystuær með kraga og Ieista Black piebald, homed leader ewe, with a blaze, a collar and socks 30. Svartleistóttur, hyrndur forystuhrútur með krúnu og lauf á snoppu Black piebald, horned ram, with socks, and head and nose spots 32. Svartflekkóttur, ferhyrndur lambhrútur Black piebald, fourhorned ram lamb with patches 33. Svört, ferhyrnd ær Black, fourhorned ewe 34. Mókrúnóttur, leistóttur, ferukollóttur hrútur Brown piebald polled ram, with a head spot and socks, the high crown showing the presence of the gene for fourhornedness 35. Móarnhosótt, hyrnd forystuær með svart- og móarnhosóttar lambgimbrar Brown piebald, horned leader ewe with black and brown piebald ewe lambs, all with white collars and stockings Ljósmyndir: Jón Eiríksson, Búrfelli, V.-Húnavatnssýslu. HUGUROG HÖND 21

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.