Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 16

Hugur og hönd - 01.06.2002, Síða 16
á Blönduósi um eins árs skeið, þá rúm- lega tvítug. Arið 1942 giftist Margrét Kristni Gíslasyni kennara frá Hesteyri. Þau fluttust til Reykjavíkur og hófu þar búskap. Kristinn hóf kennslu við Laug- arnesskólann 1941 og Margrét við sama skóla 1946, og síðar frá 1960- 85 sem handmenntarkennari. A árunum 1943- 1960 vann hún mikið við saumaskap, aðallega kjólasaum. Margrét var framúr- skarandi góður og vinsæll kennari. Reynsla hennar í sambandi við alhliða ullarvinnslu kom sér vel í kennslustarf- inu og hún tileinkaði sér einnig fullkom- lega öll önnur vinnubrögð sem hand- menntarkennslan krafðist. Vissulega breyttist handmenntarkennslan í áranna rás en Margrét fylgdist alltaf vel með öllum breytingum og nýtti sér það í kennslu sinni sem hún sá að til bóta horfði. Hugmyndarík var hún og skapandi í kennslustarfi sínu og leitaðist alltaf við að finna nemendum verk- efni sem vektu áhuga þeirra og starfsgleði. Hún vissi að það er undirstaða góðs námsár- angurs. Um árabil var það föst venja að setja upp mikl- ar og vandaðar vorsýn- ingar sem vöktu athygli á skólavinnu nemenda Laugarnesskólans. Þar mátti ætíð sjá marga fal- lega hluti, ekki síst frá nemendum Margrétar. Hún lagði alltaf áherslu á ullarvinnuna og var á árunum 1973-84 með nemendur í Laugarnesskólanum sem höfðu tóvinnu sem valgrein, fékk hún til valgreinarinnar sérstaka kennslutíma til viðbótar vikulegum kennslustundafjölda nemenda. Lærðu þeir að taka ofan af, kemba, spinna og prjóna, sérstök áhersla var lögð á vönduð vinnubrögð. Náðu þeir ágætum árangri og sýndu stundum opinberlega verkkunnáttu sína; vakti hún verðskuldaða athygli, svo og munir sem þeir gerðu. Nemendur Margrétar skipta þúsundum og má fullyrða að handmenntarnám þeirra hefur gagnast þeim flestum á einn eða annan hátt. Margrét hafði einnig áhrif á hand- menntarkennsluna í öðrum grunnskól- um landsins. Arið 1977 kenndi hún tó- vinnu á kennaranámskeiði við Kennara- háskóla Islands. Vakti kennsla hennar þar mikla athygli og hafði áhrif á nem- endur hennar þar. Hún annaðist einnig tóvinnukennslu í Myndlista-og handíða- skóla íslands á árunum 1978 og 1979. Sýnikennslu í tóvinnu annaðist hún 1979 við Kennaraháskóla íslands ásamt Kristínu Jónsdóttur Schmidhauser. Hún sýndi tóvinnu í Washington D.C. og Seattle ásamt Kristni Gíslasyni og Þórði Tómassyni í boði Smithsonian Institution á 200 ára afmælishátíð Bandaríkjanna 1976. Kristinn kembdi ull og tvinnaði band á halasnældu. Margrét sýndi tóvinnu og muni úr þelbandi á Norrænu heimilisiðnaðar- þingi í Melaskóla í Reykjavík árið 1977. Margrét sýndi einnig tóvinnubrögð og muni úr togþæði og þelbandi á sýning- unni „Listiðn íslenskra kvenna“ sem haldin var á Kjarvalsstöðum í febrúar 1980. Þá átti hún muni úr togþræði, þelbandi og lopa á Farandsýningu Heim- ilisiðnaðarfélags Islands. Þau hjónin Margrét og Kristinn sýndu tóvinnu á árunum 1989 til 1997 í sér- stakri árlegri dagskrá Árbæjarsafnsins sem nefndist „Starfshættir fyrri tíma“. Ógetið er þá virkrar þátttöku Margrétar íTóvinnuhópnum um tuttugu ára skeið. Starfsferill Margrétar Jakobsdóttur Líndal er mikill og farsæll. Sem kennari naut hún virðingar og vinsælda, hún hef- ur einnig unnið afar mikilsvert starf við margs konar kynningu á tóvinnubrögð- um og tóvinnu og lagt mikið af mörkum til að þessi aldagömlu og þýðingarmiklu vinnubrögð og verklag gleymist ekki heldur lifi áfram með þjóðinni. Þórir Sigurðsson Ljósmyndir: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Námskeið í Þjóðbúningasaum Tek að mér að sauma þjóðbúninga og gera upp gamla Hef til sölu efni og fylgihluti INGA ARNAR Vinnustofa Eikarlundi 20 • 600 Akureyri Sími á vinnustofu: 462 4577 og 899 9877 16 HUGUR0GHÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.