Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 23

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 23
Til heiðurs Elsu E. Guðjónsson Þegar nafn Elsu ber á góma, fer hugur- inn ævinlega á flug. A flug aftur í aldir, að prestssetrum og biskupsstólum, þar sem maddömur og biskupsfrúr sitja að hannyrðum með lítinn hóp höfðingja- dætra í kringum sig. Þær sauma klæði og refla og vanda sig sem mest þær mega. Refilsaum, augnsaum, skakkaglit, sprang. Skattera og baldýra. Þær hafa ung augu og sjá furðu vel við tólgarkert- in. Oðru hvoru sýna þær maddömunni handbragðið, umhugað um að gera henni til hæfis og hún kinkar kolli. Hún er stolt af nemendum sínum, þær eru augljóslega glaðar og þeim líður vel. Inn í þennan heim hefur nafn Elsu margsinnis flutt mig. Ég sit mitt á með- al þeirra, sé hvernig þær eru klæddar, sé þær vinna, heyri hvað þær segja. Þar er ekki óstöðvandi málæðið, þær vanda ekki einungis handbragðið, heldur einnig orð sitt og æði. Svo augljósa hefur Elsa gert okkur, sem nú lifum, háttu formæðra okkar að við gætum verið þar mitt á meðal, tekið í nálina með þeim, tekið þátt í umræð- um þeirra um hvort þessi liturinn eða hinn fari betur, hvort sporið sé nægilega þétt. Elsa hefur helgað líf sitt áhuga sínum á handverki og miðlað vitneskju sinni til okkar hinna. Hún hefur unnið ötullega, í leik og starfi, að varðveislu handíða horfinna alda. Elsa E. Guðjónsson fæddist í Reykja- vík árið 1924. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942 og BA-prófi í textíl- og búninga- fræði, list og listasögu frá University of Washington í Seattle árið 1945. MA- prófi í sömu aðalgreinum ásamt mið- aldasögu lauk hún frá sama skóla árið 1961. Þegar stofnuð var handavinnu- deild við Kennaraskóla Islands árið 1947 undirbjó hún stofnun hennar, kenndi þar og víðar uns hún var ráðin sérfræð- ingur í textíl- og búningafræðum við Þjóðminjasafn Islands árið 1963 og síð- an deildarstjóri árið 1985 til starfsloka Elsa E. Guðjónsson. Ljósmynd: Þór GuSjónsson. árið 1994. Hún hefur jafnframt stundað kennslu í sérgrein sinni og haldið fyrir- lestra við Kennaraháskóla íslands, Myndlista- og handíðaskóla Islands, Heimilisiðnaðarskólann, University of Victoria.Victoria, Kanada og Háskóla ís- lands. Enn fremur hefur hún haldið fyr- irlestra og vísindaleg erindi um sömu efni á fjölmörgum þingum og ráðstefn- um víða um heim. Elsa hefur fengið fjölda viðurkenninga. Var hún kjörin fé- lagi í Omicron Nu, Home Economics Honour Society, í Bandaríkjunum 1961. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fékk hún árið 1981. Kjörin félagi í Vís- indafélagi Islendinga 1985. Enn fremur hlaut hún verðlaun frá Kungliga Gustav Adolfs Akademian í Uppsölum í Svíþjóð 1987, og viðurkenningu Hagþenkis, fé- lags höfunda fræðirita og kennslugagna, íyrir fræðistörf árið 1992. Elsa hefur verið ótvíræður brautryðj- andi á sviði textíl-og búningafræði hér á landi. Vinnubrögð hennar einkennast af einlægum áhuga á viðfangsefninu og stakri vísindalegri nákvæmni. Hún hefur ötullega dregið fram í dagsljósið mikla vitneskju úr handritum og lítt þekktum heimildum. Þannig hefur hún varpað Ijósi á lítt könnuð svið íslenskrar sögu, m.a. hvað varðar myndlist, handíðir og þjóðhætti ýmiss konar. Auk framlags síns á sviði vísindalegra rannsókna hefur Elsa lagt sig fram um að kynna niðurstöður sínar fyrir almenningi og öllum þeim sem fást við hannyrðir. Þetta hefur hún gert með bókum, ritgerðum, greinum, íyrirlestrum og í viðtölum í útvarpi og sjónvarpi. Hefur hún þannig stuðlað að varðveislu og aukinni útbreiðslu hann- yrða hérlendis og átt ómetanlegan þátt í að efla vinsældir íslenskra búninga frá fyrri tíð sem og annarra handíða er byggja á fornri hefð. Má þar einnig nefna gerð altarisklæða og annars kirkju- búnaðar, auk vefnaðar. Elsa hefur verið afkastamikill rithöfundur á sínu sérsviði og gefið út vandaðar bækur er því tengj- ast. Fyllir ritaskrá hennar á fjórða tug blaðsíðna. Elsa E. Guðjónsson var sæmd heiðurs- doktorsnafnbót Háskóla Islands árið 2000. Við hjá Heimilisiðnaðarfélagi Islands viljum þakka Elsu fyrir hennar ómetan- legu störf í þágu handíða og varðveislu íslensks menningararfs til komandi kyn- slóða. Elín Salóme Guðmundsdóttir Heimildaskrá: Helgi Þorláksson. 2000. Skrá Háskóla Islands árið 2000. Heiðursdoktorar. Háskóli íslands, Reykjavík. 1993. íslenskir samtíðarmenn. bls. 160. 2002. Elsa E. Guðjónsson, munnlegar heimildir. HUGUROG HÖND 23

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.