Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Side 40

Hugur og hönd - 01.06.2002, Side 40
Afrísk áhrif á amerískan bútasaum Annað aftveimur biblíuteppum Harriet Powers, sennilega frá um 1890. Teppið er í eigu Boston Fine Arts Museum. Uppruninn Vattstungin bútasaumsteppi hafa verið saumuð víða um heim um árabil. Þessi tegund alþýðulistar varð þó að sérgrein Bandaríkjamanna frá seinni hluta 18. aldar. Fræðimenn og safnarar hafa fram að þessu fundið um fjögur þúsund ólík bútasaums- og ásaumsmynstur. Flest þessara mynstra eru frá seinni hluta 19. aldar. Þúsundir kvenna hafa notað bútasaum til að tjá skoðanir sínar eða tilfinningar. Þær sefuðu huga, hönd og sál með því að búa til rúmábreiður eða veggteppi sér og fjölskyldum sínum til gagns og gleði. A 19. öld bárust ný mynstur og nýjar hugmyndir með kvenna- blöðum, kvenfélögum, búnaðarsýn- ingum eða nágrönnum. Mynstrin voru alls kyns; tákn um trú, upp- runa, bræðralag eða þjóðrækni, auk hundraða geómetrískra mynstra. Á 19. öld var blómaskeið búta- saums í Bandaríkjunum. I byrjun 20. aldar kom lægð, en greinin tók „Central Medallion' teppi í evró-ameriskum stil eftir að dafna aftur á þriðja og fjórða ára- saumaþmlfrá 1839. tugnum. Á stríðsárunum kom aftur lægð, konur höfðu öðrum verkum að sinna, en þráðurinn slitnaði ekki. Alltaf voru til konur eða hópar sem höfðu mikla ánægju af bútasaumi sem tóm- stundaiðju. Um 1970 var bútasaumur uppgötvaður á ný og þá sem mikilvæg al- þýðulistgrein. Síðan þá hefur greinin vaxið og dafnað og orðið að listgrein sem nýtur mikillar virðingar. Vattstungin bútasaumsteppi voru þó ekki upprunnin fyrir vestan, heldur fluttu innflytjendur frá Evrópu kunnátt- una með sér, einkum Englendingar og Hollendingar. En í Ameríku þróaðist bútasaumurinn og tæknin áfram þannig að mörg mynstur og aðferðir eru að sönnu upprunnar þar. Upphaf vattstungunnar er hægt er að rekja til Eg- yptalands hins forna, til Asíu um 100 ár f.Kr. og til miðalda í Evrópu. Talið er að Egyptar hafi gengið í vattstungnum flík- um um 3000 árum f. Kr. Krossfararnir hafi borið tæknina með sér til Evrópu á miðöldum, enda reyndist vattstungin flík vel í hernaði. Á 17. öld komst vatt- stunginn fatnaður í tísku í Englandi og einnig vattstungin glugga- og rekkju- tjöld. Fyrstu stungnu teppin, eins og við þekkjum þau í dag, eru frá um 1770 til 1800. Suðurríkin og IMorðurríkin Fyrir þrælastríðið í Ameríku (1861-65) þóttu vattstungin teppi frá Suðurríkjun- um ekki eins „fín“ eða vönduð og teppi frá Norðurríkjunum. Þrátt fyrir þetta og raunar vegna þessa þóttu Suðurríkjateppin hafa ákveðinn þokka. Lífsskilyrði fólks voru al- mennt séð lakari í Suðurríkjunum. Brauðstritið og hráefnisskortur hafði þau áhrif að ekki var lagt eins mikið í bútasaumsteppin, en ekki hæfileikaskortur eða kunnáttuleysi í bútasaumi eins haldið hafði verið fram. Suðurríkjateppin frá því fyrir þrælastríð bera þess merki að hráefni hefur verið vel nýtt og útsjónarsemi mikil þegar mynstur og og samsetn- ingar eru annars vegar. Þrælahald og afrísk áhrif á amerískar bútasaumshefðir Vattstungin bútasaumsteppi voru ekki til í Vestur-Afríku, enda ekki 40 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.