Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 24

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 24
Halldóra Bjarnadóttir og heimilis- iðnaðarsýningin árið 1930 Halldóra Bjarnadóttir. Ljósmynd: Jón Kaldal. Þjóðminjasafn Islands. Frá seinni hluta 19. aldar urðu iðn- og listiðnaðarsýningar mikilvægur þáttur í miðlun upplýsinga um framfarir. Heims- sýningin í London árið 1851, The Great Exhibition of the Works oflndustry ofall Nations, varð hvati og fýrirmynd að stór- um og smáum iðnsýningum sem haldn- ar voru víða í Evrópu og í Ameríku á seinni hluta 19. aldar og á 20. öld. Markmiðin voru íyrst og fremst að kynna framleiðslu og breiða út þekkingu á nýsköpun í landbúnaði, iðnaði, listum, vísindum og hvers kyns atvinnugreinum. Slíkar sýningar voru einnig settar upp á Norðurlöndum. Af stærri sýningum sem haldnar voru þar íyrir aldamótin 1900 má nefna listiðnaðarsýningu í Stokk- hóimi árið 1866, iðn- og listsýningu í Kaupmannahöfn árið 1872 og iðn- land- búnaðar- og listsýningu í Kaupmanna- höfn árið 1888. Þátttaka Islendinga, íbúa hjálendu Danakonungs, í fjölþjóðlegum sýning- um á seinni hluta 19. aldar mun ekki hafa verið rannsökuð til hlítar en íslend- ingar munu hafa tekið þátt í iðn- og list- sýningunni í Kaupmannahöfn árið 1872. Heimildir eru til um að ljósmynd- að eintak af Flateyjarbók hafi verið sýnt á World's Columbian Exposition, sem haldin var í Chicago árið 1893, einnig eru til heimildir um þátttöku íslendinga í heimssýningunni í París aldamótaárið 1900 - Exposition universelle de 1900 h Paris. Nefna má rit Daniels Bruun, Fœroerne, Island og Gronland paa Ver- densudstillingen i Paris 1900. Stóru iðnsýningarnar urðu einnig hvati að sýningum hérlendis. í Reykjavík var opnuð „Iðnaðarsýning“ 2. ágúst 1883, á vegum Iðnaðarmannafélagsins í nýju barnaskólahúsi Reykvíkinga. Þó að sýningin væri á vegum Iðnaðarmannafé- lagsins og nefndist iðnaðarsýning koma sýningarmunirnir, sem taldir eru upp í sýningarskrá, nútímamanni fyrir sjónir sem safn hluta af afar fjölbreyttum toga. Sýnd voru matvæli, heimilisiðnaðar- munir, listmunir, myndlistaverk og hlut- ir sem nú væru nefndir iðnaðarfram- leiðsla. Litið var á það sem nútímamanni virðist hrærigrautur muna sem eina heild — iðnaðarmuni. Munirnir voru aðgreind- ir í sýningarskránni með nöfnum og heimili framleiðanda og gefur skráin að því leyti forvitnilega vísbendingu um það sem tiltekið fólk var að fást við. Hugmyndir um sérstöðu sýningargripa og mismunandi menningarlegt hlutverk sýninga á Islandi voru hins vegar að skýr- ast. Til að mynda hafði árið 1879 — í fyrsta sinn - verið efnt til sérsýningar á myndverkum í Reykjavík en þar var um að ræða eftirprentanir á verkum enskra málara. En Iðnaðarsýningin 1883 bregð- ur ljósi á að fyrir aldamótin 1900 höfðu Islendingar tileinkað sér og útfært hug- myndina sem The Great Exhibition kynnti í London árið 1851. Á fyrri hluta 20. aldarinnar breyttist svipur iðnsýn- inganna smám saman. Iðnsýningin í Reykjavlk, sem haldin var árið 1924 að tilhlutun Iðnaðarmannafélags Reykja- 24 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.