Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 17

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 17
Karlar yrkja um vef Presturinn Stefán Ólafsson (1619 -1688) þjónaði Vallanesi á Völlum alla sína preststíð. Hann var gott skáld og mun samtímamönnum hans hafa fundist mikið til um skáldskap hans og hafa haldið honum til haga ásamt afkomend- um hans. Enda munu til allmörg hand- rit, frá ýmsum tímum, með kveðskap Stefáns, þó að ljóð hans hafi ekki komist á prent fyrr en löngu eftir dauða hans, eða 1823. Kveðskapur Stefáns er bæði af andleg- um og veraldlegum toga og eru hin ver- aldlegu oft með léttum og kímilegum tóni. Þau hafa reynst lífseigari en sálmar hans og annar andlegur kveðskapur. Sum kvæða Stefáns hafa verið sungin fram á þennan dag. Hann orti oft um börnin sín átta, af nærgætni og glettni, eins og eftirfarandi kvæði bera vott um: Skáldið kvað við dætur sínar Vefur þessi vandofinn vekur list með þrem systrum, þær ríða við rönd áklæðis rósabekk í dagsljósi, mætast henkur marglitar, mynduð sporin vel binda, þeim ægir að auk sextíu ein er í staðnum hleina. Augljóst er að systurnar þrjár vefa í klj ásteinavefstað, enda var það verkfæri við lýði á 17- öld. Að öllum líkindum hjálpast systurnar þrjár að við að vefa glitofið áklæði. Við vefstaðinn hafa þær getað staðið allar þrjár, hlið við hlið, og brugðið (riðið) marglitum hönkunum í vefinn. Um systkinin Þorvald og Guðrúnu yrkir Stefán, Valdi og Guðrún í Valla- nesi. Guðrún spinnur „ullstreng“ á hala- snældu og Þorvaldur hættir sér of nærri, óvart eða til að stríða systur sinni, e.t.v. glettinn eins og pabbinn: Valdi og Guðrún í Vallanesi Gunna það verk vann, er Valdi hlaut af gjald, snerist í hans hár, hann skrækti, snældan. Lokkurinn ljós hékk lengi á snöru ullstrengs, pilturinn um hár hélt og happ sagði, er af slapp. í Ljóðmælum Stefáns (1948) eru þrjár vísur sem bera yfirskriftina Vísur að vefa í band. Þær eru einkennandi fyrir slíkan skáldskap, heillaóskir til þess sem bandið á, og er ein þeirra þannig: Þessi iðja áfram rann, endi er kominn á linda, letrin biðja langs um hann, að lukkan styðji eignarmann. Þessar vísur benda til þess að Stefán hafi þekkt tvöfaldan spjaldvefnað. Það styður einnig eitt erindið í Nýársgjöf, heilræðavísum til Guðríðar litlu Gísla- dóttur, dóttur Vísa-Gísla á Hlíðarenda, sem var góður vinur Stefáns. I vísunum nefnir hann fjölmörg atriði sem hann ráðleggur Guðríði að tileinka sér. Þar á meðal ýmiss konar hannyrðir. Tvær vís- ur eru þannig: Bið ég þú lærir bestu hannyrðir, sem auðar eik ætti að kunna, sitja í sessi með silfurbjarta nál í kvistu góma, og krota allan saum. Falda fannhvítt lín, föt að skera, kraga að krúsa, koma hadd í lag, semja söðla þing, sessu, áklæði, borða að vefa og bönd spjöldum. Hafi Guðríður litla Gísladóttir farið að heilræðum prestsins, hefur hún vafa- laust orðið það sem kallað var „góður kvenkostur“. Síðar varð hún biskupsfrú í Skálholti. Annar Austfirðingur, vel skáldmæltur, var Páll Ólafsson (1827-1905), bóndi að Hallfreðarstöðum í Hróarstungu. Páll mun kunnastur fyrir ástarljóð til konu sinnar, Ragnhildar. Mörg ljóða hans voru ort í glettnum tóni, sem þykir minna á Stefán Ólafsson. Ljóðið sem hér er birt eftir Pál Ólafs- son heitir Tíminn. I því líkir hann tím- anum við verkið að setja upp vef og vefa voð. Tíminn Tíminn mínar treinir ævistundir. Líkt sem kemba er teygð við tein treinir hann mér sérhvert mein. Skyldi hann eftir eiga að hespa, spóla og rekja mína lífsins leið, láta í höföld, draga í skeið? Skyldi hann eftir eiga að slíta, hnýta, skammel troða, skeið að slá, skjóta þráðum til og frá? Skyldi hann eftir eiga mig að þæfa, síðan úr mér sauma fat, síðast slíta á mig gat? Skyldi hann eftir eiga mig að bæta? Það get ég ekki giskað á en gamall held ég verði þá. Eftir að láréttu vefstólarnir (kallaðir danskir) tóku við hlutverki kljásteinavef- staðanna hér á landi, voru það aðallega karlmenn sem ófu. Hélst það að ein- hverju leyti fram á 20. öldina, eða með- an vefnaður tíðkaðist í heimahúsum. Þetta kvæði Páls bendir til þess að hann hafi verið allvel heima í vefnaði og er ekki ólíklegt að hann hafi gegnt hlut- verki vefarans á heimili sínu. Heimildir: Ljóðmali. Stefán Ólafsson. Andrés Björnsson gaf út, Menningarsjóður, 1948. Kvxði, síðara bindi. Páll Ólafsson. Sigurborg Hilmarsdóttir gaf út, Skuggsjá, 1984. Nýdrsgjöf{brot). Stefán Ólafsson. Birt í Hlín I, ársriti Sambandsfjelags norðlenskra kvenna, 1917. Bls. 77. Sigríður Halldórsdóttir HUGUROGHÖND 17

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.