Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 31

Hugur og hönd - 01.06.2002, Qupperneq 31
Frjáls útsaumur - Sólþrœðir 1998. Höfundur Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. bók var fjallað í Hug og hönd 1997. I for- mála bókarinnar bendir Elísabet á að í bæjum sé víðast hvar haldið uppi kennslu í þessari grein, en stúlkur til sveita verða að bjargast á eigin spýtur. í lok 19. aldar komu fýrstu tímaritin á markað með efni fyrir handavinnu. Margir kannast við Nordisk Monster- Tidende, sem áður var getið og var afar útbreitt hér á landi og enn leynast víða gömul eintök. I blaðinu voru ótal hug- myndir og uppdrættir að handavinnu og útsaumi til heimilisprýði. Auk þess voru snið bæði að barnafatnaði sem og tísku- fatnaði og ýmsir þættir sem höfða til kvenna. Þá var hægt að panta frá blaðinu ýmsa handavinnu, áteiknaða dúka, púða ásamt öllu sem tilheyrði, ásamt góðri verklýsingu til að styðjast við. Bæði ljósa- dúkar og kommóðudúkar í hvítum saumi voru afar vinsælir enda falleg og listræn munstur oft teiknuð af arkitekt- um og listamönnum. Verslun Augustu Svendsen í Aðalstræti 12 Það verður vart skilið við þetta tímabil án þess að geta fýrstu hannyrðaverslunar sem starfrækt var í Reykjavík, verslun Augustu Svendsen í Aðalstræti 12. Stofn- andi verslunarinnar Augusta, var fædd 1835 í Borgarfirði eystra. Hún fór ung að heiman, giftist Hendrik H. Svendsen, efnuðum íslenskum kaupmanni, sem rak umfangsmikla inn- og útflutningsversl- un á Djúpavogi í félagi við danskan mann. Hún varð ekkja aðeins 27 ára, þá tveggja barna móðir og eitt ófætt. Búsett í Kaupmannahöfn stóð hún uppi slypp og snauð, því meðeigandinn hafði af henni allar eigur þeirra. En Augusta var kjarkmikil atorkukona, hún fer að versla með vefnaðarvörur og hannyrðir og þá kom sér vel reynsla hennar frá Dan- merkurárum, hún skrifar öll viðskipta- bréf sjálf, til Frakklands, Þýskalands og Danmerkur. Árið 1903 keypti hún húsið í Aðalstræti 12 og flytur þangað með verslunina, ásamt dóttur sinni, tengda- syni og barnahóp. Augusta Svendsen lést árið 1924. Eftir hennar dag keypti Sigríður Björnsdóttir verslunina; hún var dóttur- dóttir hennar. Verslunin var afar glæsileg og í anda framfarasinna og mikil menn- ingarstofnun. Auk hannyrða var þar glæsileg fatadeild og fór fröken Sigríður til Englands í febrúarmánuði að gera innkaup og verslaði við hið þekkta tísku- hús Harrod’s. Mikil áhersla var lögð á að hafa sem best efni til íslenska búningsins. Fröken Sigríður fór árlega í nokkur ár til Sviss og Italíu í þeim erindum. En svo kom kreppan og allar fallegar vörur hættu að flytjast að sögn Ragnheiðar O. Björnsson sem var ein af starfsstúlkum við verslunina í 18 ár. Við verslunina var rekin teiknistofa og sá Arndís Björnsdóttir (síðar leikkona) að mestu um hana ásamt Ragnheiði sem telur að á þessum árum hafi verið mikill menningarbragur á hannyrðum og mikil fjölbreytni. Það má segja að verslunin hafi verið skóli, því allan daginn var ver- ið að kenna og sýna spor og aðferðir. Útsaumur - skapandi miðill - sjálfstætt form Það er löng saga og langt bil milli hefðbundins útsaums til hins frjálsa saums. Flestar breytingar verða á löngum tíma þar sem eitt tekur við af öðru og að baki liggur oft löng þróun, það á einnig við um útsauminn. Á sjöunda áratugn- um kom fram ný hugmyndastefna, nú átti allt að vera unnið á frjálsan og skap- andi hátt, allt annað var ómerkilegt og staðnað. En hugtök eru vandmeðfarin sem oft reynist erfitt að skilgreina. Skap- andi vinna byggist ekki síður en hefð- bundin vinna á ögun, aðeins þannig er unnt að koma huglægri reynslu og til- finningum og gera sýnilegar með frjáls- um sporum. í huga mínum er frjáls útsaumur Að yrkja með nál og þræði hugsun þor sem veitir sköpunargleði og vellíðan óháð lögmálum hefðum og gildum. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir Ljósmyndir: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. HEIMILDASKRÁ Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson. Is- landssaga til okkar tíma. Reykjavík, 1991. Bonniers store Hándarbejds Leksikon, 1995. Ellen Andersen, Berlingske Haandarbejdsbog. Kobenhavn, 1950. Guðrún P. Helgadóttir, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974. Reykjavík, 1974. Ingi Sigurðsson, Islenzk sagnfræði frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar. Reykjavík, 1986. Ólafur Ásgeirsson, Iðnbylting hugarfarsins — Átök um atvinnuþróun á Islandi 1900- 1940. Reykjavík, 1988. „Einstæð menningarmiðstöð: Verzlun Augustu Svendsen”, heimildarmaður, Ragnheiður O. Björnsson. Heima er bezt, 1967. Sigurður Snævarr, Haglýsing Islands. Reykjavík, 1993. Thora Melsteð, Kvennaskólinn í Reykjavík 1874—1906. Reykjavík, 1907. Þór Whitehead, Ófriður í aðsigi. Reykjavík, 1982. HUGUR0G HÖND 31

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.