Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 41

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 41
þörf á þykkum ábreiðum í hitunum þar. Ameríkanar af afrískum uppruna lærðu því að gera vattstungin bútasaumsteppi eftir komuna til Ameríku. Annars konar textíliðja var mikilvægur þáttur í hand- verksmenningu Vestur-Afríkubúa, ofin og ásaumuð veggteppi með stórum, Iit- ríkum fígúrum. Vefnaður og saumaskap- ur var karlmannsverk. I Vesturheimi urðu þrælarnir að lúta evrópskri hefð um verkaskiptingu kynjanna sem hvítir inn- flytjendur báru með sér þaðan. Þannig rofnaði hefðbundna handverkshefðin hjá þrælunum, nú féll í hlut kvennanna að sjá um textíliðjuna, þ. á m. allan spuna, vefnað og saumaskap á fatnaði og rúm- fatnaði fyrir húsbændur og hjú. A meðal verka þeirra var einnig bútasaumur og útsaumur og að færa þekkinguna áfram til annarra kvenna. Fyrir iðnbyltingu fór mikill tími í textíliðju til að uppfylla þarfir heimil- anna. Á stærri búgörðunum voru kven- þrælar oft þjálfaðir sérstaklega til þessara verka. Þær voru kallaðar saumaþrælar, unnu innan dyra jafnvel í samstarft við húsfreyjuna og þóttu verðmætari en aðr- ir þrælar. Saumaþrælarnir sáu aðallega um fatasaum, en þá féll til mikið af af- göngum sem nýttir voru í búta- saumsteppi. Rétt fyrir borgarastríðið bjuggu fjórar milljónir þræla í Suðurríkjunum, þar af flestir á litlum býlum með færri en tíu þræla. Þeir þurftu því að ganga í öll verk og unnu á ökrunum frá morgni til kvölds. Vinnudagur kvennanna var lengri því matseld og alls kyns sauma- skapur tók við á kvöldin. Bútasaumsteppi höfðu tvenns konar tilgang; notagildi og fegurðargildi. Það var lengi talið að hvíta húsfreyjan hafi séð um allar fínu hannyrðirnar eða a.m.k. haft yfirumsjón með gerð þeirra. Þá er m.a. átt við bútasaumsteppi af evró-amerískri mynsturhefð, en það er sú hefð kölluð sem á rætur að rekja til kvenna af evrópskum uppruna. Ein- kennandi fyrir evrópsku hefðina eru dempaðir litir, hefðbundnar litasamsetn- ingar, regluleg, samhverf mynstur og of- uráhersla á nákvæmni í vinnubrögðum. Síðar hefur komið í ljós að teppi unnin af þeldökkum konum á þessum tíma eru að engu leyti síðri, hvorki hvað varðar mynsturgerð eða vandvirkni í sauma- skap, og erfitt að greina þau frá hefð- bundnum evró-amerískum teppum. Nú er vitað að margir saumaþrælar náðu mikilli færni í bútasaumi og eftir þá liggja mörg einstaklega vönduð teppi í evró-amerísku hefðinni. Komið hefur í ljós að margar húsfreyjur á stóru plantekrunum hafi eignað sér verk saumaþræla sinna. Þrælarnir fengu aðeins úthlutað einni ábreiðu á þriggja ára fresti og þurftu því að sauma teppi til eigin nota. Ailt efni sem til féll var nýtt til að sjá fjölskyld- unni fyrir nægum rúmfatnaði. Vinnuað- stæður voru erfiðar og tíminn takmark- aður eftir langan vinnudag á plantekrun- um. Þrátt fyrir allt urðu bútasaumshóp- ar til. Megintilgangurinn var að koma saman til að stinga teppi, en einnig voru Búta- og ásaumsteppi í evró-amerískum stíl (Mariner’s Compass) frd 1865■ Bútasaumsteppi í afró-amerískum stíl frá um 1980, tíglar og lóSréttar rendur. miiiiim V 'J, ■ wtösstö&sm H « .«*»§ Bjálkakofamynstur í afró-amerískum stíl frá um 1980. HUGUROGHÖND 41

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.