Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 19

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 19
svartan, gráan eða mórauðan kvið og rass. Þeir litir heita svartgolsótt (17. mynd), grágolsótt (18. mynd) og mó- golsótt (19. mynd). Golsóttur litur er stundum kallaður goltóttur eða mögóttur. Tvílitur Stundum er kindin með tvo aðgreinda liti. Hún getur til dæmis verið svört á fremri hluta aftur fyrir bóga en hvít þar fyrir aftan. Þá er kindin sögð tvílit og þessi ákveðna kind er sögð svarthöttótt (5 og 22. mynd). Stundum er kindin að langmestu leyti hvít en aðeins svört í kringum augun. Þá er hún sögð svartbaugótt (20. mynd). Aðrir tvílitir eru krögubíldótt (23. mynd), hálsótt (21. mynd), flekkótt (svartflekkótt og gráflekkótt, 24. og 25. mynd). Á myndum 26 - 30 eru tvílitirn- ir móhöttótt (26. mynd), móarnhöfðótt (27. mynd), svartbotnótt með blesu og leista 28. mynd) og golbíldótt (29. mynd). Golbíldótta lambið hefði átt að verða golsótt en bolurinn frá hálsi og aftur úr varð allur hvítur. Þess vegna er lambið bíldótt og með einkenni af golsótta litn- um aðeins á höfði. Forystufé Forystufé hefur verið þekkt á Islandi um langan aldur. Sagt er frá forystufé í forn- um íslenskum lögbókum, bæði Grágás og Jónsbók, og var forystugeldingur talinn metfé. Þá var ekki hægt að setja á hann fast verð heldur var hver geldingur met- inn eftir því hve góður hann var talinn. Þetta lögformlega mat á einstökum kindum er einsdæmi og sýnir hversu mikið menn hafa metið það að eiga góð- ar forystukindur. Ástæðan til þess að forystufé er tekið með í þessari grein um liti á sauðfé er sú að langflest forystufé er mislitt. Svo er að sjá að forystuféð þurfi oftast að vera mis- litt til að verða góðar forystukindur. Til eru dæmi um góðar, hvítar forystukind- ur þó að langflestar séu þær mislitar. Á myndunum sem hér eru birtar eru átta forustukindur, allar mislitar. Þar er ferhyrnd svört ær (33. mynd), ferhyrnd- ur svartflekkóttur lambhrútur (32. mynd), móarnhosótt ær með tvær gimbrar, önnur svartarnhosótt og hin móarnhosótt (35. mynd), svartblesótt og kröguleistótt ær (31. mynd) og svart- leistóttur hrútur með krúnu og lauf á snoppu (30. mynd). Forysturæktarfélag Islands var stofnað 9. Grá, hyrnd ær Grey, horned ewe 10. Arfhrein, grá ær Homozygous grey, polled ewe 11. Mórauð, hyrnd ær Brown (moorit), horned ewe 13. Grámórauður, hyrndur lambhrútur Grey-brown, horned ram lamb 12 Mórauð, kollótt lambgimbur Brown (moorit), polled ewe lamb 14. Svartbotnótt, hyrnd ær Black mouflon, horned ewe 15. Grábotnótt, hyrnd ær Grey mouflon, horned ewe 17. Svartgolsóttur, hyrndur lambhrútur með dökkt í svanga Black badgerface, horned ram lamb, with a dark flank spot 16. Móbotnótt, kollótt ær Brown (moorit) mouflon, polled ewe 18. Grágolsótt, hyrnd lambgimbur Grey badgerface, horned ewe lamb HUGUROGHÖND 19

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.