Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 29

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 29
má rekja til iðnbyltingar og fjöldafram- leiðslu neysluvara. Þetta var tímabil frjálslyndrar markaðsstefnu þar sem við- skipti með vörur og fjármagn voru óheft. Það átti einnig við um Island og skýr- ir hve auðvelt það virtist hverjum og ein- um að eiga viðskipti við erlenda verslun og panta þaðan vörur sem hugurinn girntist og fá sendar heim í hlað. Bjartsýni og framfarahugur einkenndi íslenskt athafnalíf og stórhugur alda- mótakynslóðina. Það ríkti góðæri sem mátti þakka aðalatvinnuvegi þjóðarinn- ar, sjávarútveginum, sem gekk afar vel. En allt breyttist þetta með tilkomu kreppunnar upp úr 1930 en þá tók við haftastefna stjórnvalda, þá voru sett höft bæði á gjaldeyri sem öll viðskipti. Þar með lauk ævintýri austfirsku heimasætunnar sem nú gat ekki lengur pantað hannyrðir frá heimsborgum Evr- ópu. En þess í stað sneri hún sér að þeim efnivið sem var henni nærtækur, íslensku ullinni og jurtalitun. Hannyrðir metnar til jafns við bóklegar greinar Stórhugur framfarasinna og bjartsýni komu einnig fram í verkum kvenna, einkum í baráttu þeirra fyrir menntunar- málum stúlkna, sem fékk byr undir báða vængi með stofnun Kvennaskólans í Reykjavík, sem var fyrsti kvennaskóli á landinu. Hann var stofnaður þjóðhátíð- arárið 1874 af Þóru Melsteð. Þóra var dóttir Gríms Jónssonar amtmanns á Möðruvöllum. Hún fékk góða mennt- un, fyrst á ágætu menningarheimili for- eldra sinna og síðar stundaði hún nám í Kaupmannahöfn. En öll aðstaða stúlkna til framhaldsnáms var harla frábrugðin aðstöðu pilta, sem Latínuskólinn stóð opinn. Nú verður að hafa í huga að þegar Þóra Melsteð er að leita sér menntunar erlend- is um miðbik 19. aldar eru nýir straumar að ryðja sér til rúms og ný viðhorf að skapast. Hún hreifst af hinum almenna vakningaráhuga, sem þá ríkti um mennt- un kvenna. Um þetta leyti voru miklar hugleiðingar og umræður um handa- vinnukennslu í Danmörku, sem einkum snerust um breytta kennsluhætti og 1889 eru gefnar út leiðbeiningar um kennslu- fræði í hannyrðum. Allt frá miðöldum var handavinna eingöngu skilgreind sem vinna unnin í höndum og ekki krafist sérmenntunar þeirra sem kenndu, en gengið út frá því sem gefnu að hver sem væri gæti sagt til og leiðbeint. Kennslan var því bæði einhæf og ómarkviss. Ljósadúkur- hedebo. Saumaður af Þórunni. Ljósadúkur- rússneskur saumur. Saumaður af Þórunni. Kaffidúkur- mislöng spor, ensk göt og grunnur úr tjulli saumaSur í miðju blómanna. Saum- aður afÞórunni. HUGUROGHÖND 29

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.