Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 35

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 35
Matthías Andrésson útskurðarkennari sjötugur Fyrirmyndin er lár á Þjóðminjasafhinu í Kaupmannahöfn. Skorinn út afM.A. 1986. Matthías Andrésson útskurðarkennari hefur kennt útskurð í 25 ár við Heimilis- iðnaðarskólann. Matthías er nú orðinn sjötugur, þó hann beri ekki aldurinn með sér. Matthías fæddist í Berjaneskoti undir Austur-Eyjafjöllum og ólst upp í Berja- nesi þar sem afi hans bjó. Afinn var oft að tálga í tré og drengurinn fékk snemma Askur úr birki. Höfðaletur á loki. áhuga á að reyna getu sína á þessu sviði. Gamli maðurinn sá að strákurinn var handlaginn og áhugasamur og fór að segja honum til og kenna réttu handtök- in. Matthías var ekki nema 8 ára gamall þegar hann tálgaði ágæta mynd af ís- lenskum hesti, þann grip á hann enn. Matthías varð góður teiknari þegar hann var barn og unglingur. Að loknu gagn- fræðaprófi fór Matthías í Myndlista-og handíðaskóla Islands, teiknikennara- deild. A þeim árum var þar kenndur út- skurður, kennari var Friðrik Friðleifsson. Hann var mjög fær í útskurði og lærði Matthías mikið af honum. Eftir dvölina í MHI fór Matthías að vinna að óskyldum verkefnum, ekki var hægt að lifa af þessu handverki einu sam- an. Utskurðurinn var því um allmörg ár aðeins unninn í tómstundum. Sigríður Halldórsdóttir, þáverandi skólastjóri Heimilisiðnaðarskólans, réði Matthías til að kenna útskurð á nám- skeiðum skólans. Hann kenndi yfirleitt tveim hópum fjögur kvöld í viku og eru nemendur hans á þessu 25 ára tímabili orðnir mjög margir. Sjálfur hefur Matthías fyrst og fremst skorið út í tré en hann hefur einnig unn- ið góða gripi úr horni, beini og hvaltönn, má þar nefna alls konar skartgripi og nytjahluti, einnig kápur á gestabækur. Matthías hefur skorið út skírnarfonta og aðra kirkjugripi í nokkrar kirkjur. En stærstu verkin sem hann hefur skorið út eru tvö skjaldarmerki Islands sem prýða núverandi húsakynni Hæstaréttar Is- iands. Um síðustu áramót var Matthías Andrésson sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensks handverks. Sú veiting var mjög vel verðskulduð. Heimilisiðnaðarfélag Islands þakkar Matthíasi Andréssyni fyrir ágæt störf hans við Heimilisiðnaðarskólann og ósk- ar honum velfarnaðar um ókomin ár. Skjaldarmerki í Dómsal Hœstaréttar. I stœrri sal 170x170 cm. I minni sal 110x1 lOcm. Unnið afM.A. Ljósmynd: Imynd/Guðmundur Ingólfison. HUGUROGHÖND 35

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.