Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 39

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 39
Gamall stafaklútur Ritnefnd Hugar og handar bárust spurn- ir af gömlum stafaklút í einkaeigu og í ljósi þess sem Elsa E. Guðjónsson segir um stafaklúta í grein í Húsfreyjunni, 3. tbl. 1977, fannst okkur áhugavert að geta lítillega um þennan klút. I grein sinni í Húsfreyjunni segist Elsa einungis vita um tólf slíka klúta á söfn- um hérlendis, níu á Þjóðminjasafni og þrjá á byggðasöfnum. Klúta sem þessa saumuðu konur upphaflega sem sýnis- horn sér til minnis. Kunna þeir stundum að hafa verið það síðasta sem saumað var undir handleiðslu móður eða annars hannyrðakennara, til að eiga stafi og smámyndir til að merkja sér og skreyta búshluti. En Elsa getur þess að erlendis hafi slíkir klútar snemma orðið stór þáttur í hannyrðakennslu telpna. Hún getur sér þess til að skýringa á fæð stafaklúta hér á landi sé að leita í því að hér hafi telpur og ungar stúlkur strax verið látnar sauma nytjahluti í stað þess að æfa handmennt- ina á sýnishornaklútum. Klútur sá sem hér um ræðir er 25 x 30 cm að stærð, 10 þr./cm, saumaður með krosssaumi og demantsspori í bómullarstramma með nokkuð grófu ullargarni. Hann var gjöf Sigríðar Dav- íðsdóttur á Ytri-Brekkum á Langanesi til sonardóttur sinnar og nöfnu, Sigríðar Guðmundsdóttur, elstu dóttur hjónanna Guðmundar Vilhjálmssonar og Her- borgar Friðriksdóttur á Syðra-Lóni á Langanesi. Segist Sigríður, sem er fædd árið 1911, hafa verið sjö eða átta ára þeg- ar hún fékk klútinn. Það hefur þá verið 1918 eða ‘19. Sigríður eldri lést árið 1921 og átti við veikindi að stríða sein- asta árið sem hún lifði og kom þá ekki á heimili sonar síns og fjölskyldu hans. Þetta er það sem vitað er með vissu um sögu þessa gamla klúts. En lítum snöggvast á klútinn. A honum er stafróf í íjórum stafagerðum, þrjú þeirra eru greinilega að erlendri fyr- irmynd, þar sem íslensku stafina þ, æ og ö vantar. Auk þess eru á klútnum tvö misstór munstur og merkingarnar „Lína J d“ og „Sveinstrond" og talan „97”. Það eru þessi atriði sem gefa tilefni til get- gátna um tilurð og vegferð klútsins góða. Vísar „97“ til ársins sem hann var saum- aður, sem er þá 1897? Það ár var Sigríð- ur Davíðsdóttir á Ytri-Brekkum 45 ára, húsfreyja í blóma lífsins og verður að teljast ólíklegt að hún hafi saumað klút af þessu tagi á þeim aldri. Orðin „Lína J d“ og „Sveinstrond11 koma heldur ekki heim og saman við aðstæður Sigríðar á þeim tíma. Engin Lína var í fjölskyldu hennar, en að vísu var móðir Sigríðar, Þuríður Árnadóttir á Heiði á Langanesi, fædd á Sveinsströnd í Mývatnssveit árið 1827 og hafði sterkar taugar til sinnar fæðingarsveitar. Hins vegar er vitað af kirkjubókum að skömmu fyrir aldamót- in 1900 bjuggu í húsmennsku á Sveins- strönd hjónin Jóhannes Friðriksson og Hólmfríður Stefánsdóttir, og áttu þau dótturina Karólínu G. Jóhannesdóttur, sem fædd var árið 1885. Telpan sú var 13 ára árið 1897 og gæti hafa saumað klút með gælunafni sínu og bæjarnafninu á því ári. Hver tengsl Sigríðar Davíðsdóttur á Ytri-Brekkum á Langanesi hafa verið við fjölskylduna á Sveinsströnd í Mývatns- sveit er ekki vitað, svo að best er að hætta öllum getgátum. Eitt er þó óhætt að full- yrða, að hafi tilgangur Sigríðar á Ytri- Brekkum með gjöfinni til Siggu litlu á Lóni verið sá að vekja áhuga hennar fyr- ir útsaumi og annarri handavinnu, þá varð henni að ósk sinni. Litla stúlkan sem fékk klútinn árið 1918 eða ‘ 19 hef- ur saumað mörg sporin um ævina og er enn að. Gréta E. Pálsdóttir Heimild: Elsa E. Guðjónsson (1977). „Stafa- klútar." Húsfreyjan, 28,3, 25-27. HUGUROGHÖND 39

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.