Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 01.06.2002, Blaðsíða 5
Samfelluhnappur, meS víravirki ogpremur laufum, frá 18. öld, smiður ópekktur. Þjms. Ljósm. Ivar Brynjólfison. og hefur það þá verið alþekkt, enda er það nefnt í Búalögum, er elzta handrit þeirra frá 15. öld. Á baroktímanum, seinni hluta 17. ald- ar, blómstraði víravirki mjög á Norður- löndum, hugsanlega fyrir áhrif frá Aust- urlöndum fjær vegna aukinnar verzlunar þangað austur og margvíslegra listgripa, sem bárust þaðan að austan. Oft var víra- virkið hvítt, þ. e. ógyllt, en lagt á gylltan botn, og skein þannig gyllti flöturinn í gegn. Erlendis voru oft sérstakir víravirk- issmiðir og virðast þýzkir víravirkissmið- ir hafa flutzt í nokkrum mæli til Norður- landa á 17. öld. í Svíþjóð voru þeir nefndir vírsmiðir, en venjulegir gullsmið- ir smíðuðu einnig víravirki. Ekki eru varðveittir neinir víravirkis- hlutir frá miðöldum sem telja megi með öruggri vissu íslenzka. Það er þá ekki fyrr en kemur fram um 1400, og má þar hugsanlega nefna kaleikana í Odda- kirkju, en á þeim er snúrulagt víravirki, sem fyrr getur. Á 18. öld virðist víravirki úr flötum og skrúfuðum vfr, eins og nú þekkist bezt, verða algengara, en þó hefur heitið víra- virki líklegast ekki verið haft um það í upphafi, jafnvel ekkert heiti haft um það. Má þar nefna, að víravirki á bakst- ursöskjum í Innra-Hólmskirkju er kallað „álímt strá“ í vísitasíu prófasts. Frá síðari tímum er varðveitt mikið af víravirki í söfnunum, einkum frá 19. öld en einnig frá hinni 18. Þá var víravirki komið mjög í tízku hér sem víðar í álf- Stœkkuð mynd af beltispörunum, sem sýnir vel snirklana eða gormana úr víravirkisvír, p. e. dregnum vír innan í höfúðbeygjunum. Stimpill smiðsins, J. á lykkjunni. Ljósm. Ivar Brynjólfsson. unni og má þar nefna víravirki á kven- beltum og samfelluhnöppum, einnig ermahnöppum kvenna og síðar skúf- hólkum, nælum og ýmiss konar skraut- munum. Kom jafnvel fyrir að víravirki væri smíðað á stærri hluti svo sem oblátuöskjur, og má þá sérstaklega nefna fótinn á kaleiknum í Háfskirkju í Holt- um, eftir Halldór Þórðarson gullsmið, og hörpu Guðmundar skólaskálds Guð- mundssonar, en algengast var það samt á smáum hlutum. Höfuðbeygjurnar, sem svo voru kall- aðar, voru oftast úr sívölum vír, um 1 mm í þvermál. Vírinn var valsaður flatur en síðan beygður eftir því hvað búa átti til. Voru oft hafðir til þess smákubbar, sem stifti voru rekin í til að mynda mót- ið, og vírinn síðan beygður eftir þeim. Innan í höfuðbeygjurnar voru síðan sett- ar beygjur úr grennri vír, sem valsaður var flatur og síðan skrúfaður, þ.e. gerður tenntur í skrúflöð. Þessum beygjum, sem voru undnar upp í snigil og oft kallaðar Beltispör með víravirki, gyllt, smíðuð af Jóhannesi Óla Ólafssyni gullsmið um 1950—60. Einkaeign. Ljósm. Ivar Brynjófison. HUGUROGHÖND 5

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.