Gríma - 01.11.1929, Qupperneq 25
ÞÁTTUR AF HELGA PRESTI BENEDIKTSSYNI 5
hann að Stærra-Árskógi 1791 og var þar í 18 ár.
Árið 1809 fékk hann Mývatnsþing, hélt því brauði
í 5 ár og bjó í Vogum. Fyrir eftirleitan þeirra feðga,
Þorsteins umboðsmanns Jónssonar í Reykjahlíð og
Jóns sonar hans, prests á Húsavík, hafði hann
brauðaskifti við séra Jón og flutti að Húsavík vor-
ið 1814 og þar dó hann árið 1820.
Kona séra Helga var Steinunn, dóttir Bergs
bónda í Hrísey. Hún dó nokkru á undan honum, og
eftir það hneigðist hann heldur til drykkju; var
honum þá löngum létt um stöku. Þá var það eitt
sinn, að hann hvarfiaði til konunnar í Naustum, er
Guðný hét, og kvað þessa alkunnu stöku:
Eg er að flakka eins og svín
út um bakka og heim til þín.
Góins stakka grundin fín,
gef mér að smakka brennivín.
Eins og fyr er getið, varð sú raun á, að séra
Helgi reyndist maður skarpvitur og vel hagorður;
eru til eftir hann svonefndar samstæður, en ekki er
kunnugt, að nokkuð af ljóðmælum hans hafi komið
á prent. — Það var trú manna, að séra Helgi væri
rnargvís og að hann með orðum sínum og anda ork-
aði ýmsu, sem ekki væri annara meðfæri, en allir
voru á einu máli um það, að hann notaði aldrei
kunnáttu sína til annars en þess, sem gott var. Ýmis
atvik þesskyns úr lífi séra Helga hafa varðveizt
fram á þenna dag og skal hér greint frá nokkrum
þeirra.
2. Sambýlið I Vozum.
Þegar séra Helgi kom að Vogum, bjuggu þar
fyrir feðgar tveir, Illugi Helgason, gamall maður,