Gríma - 01.11.1929, Page 27
ÞÁTTUR ap helga PRESTI BENEDIKTSSYNI 7
feðgarnir þagnaðir. Prestur sagði við konu sína:
»Nú, þeir eru þá þagnaðir«. »Já«, svaraði hún; »það
var eins og stungið væri upp í þá steini, litlu eftir
að þú gekkst fram, eða varstu nokkurs var?« »Já«,
sagði prestur, »mig furðar ekki, þó að þeir rifust;
Skotta var búin að grafa sig upp að augum ofan í
baðstofustafninn. Eg vísaði henni burtu, svo að eg
hygg, að hún komi ekki aftur«. Upp frá þessu var
gamli IUugi allur annar, laus við flogaveiki og hress-
ari í skapi. Lauk hann við Ambalesrímur þann vet-
ur og var allt af gott samlyndi með presti og honum.
Þegar séra Helgi flutti burtu frá Vogum, varð 111-
ugi dapur við og sagði við prest, að nú mundi vera
úti um friðinn fyrir sér, en prestur svaraði, að
ekki skyldi hann neinu kvíða á meðan þeir lifðu báð-
ir, enda rættist það; bar ekki á Uluga upp frá því
og dó hann á undan séra Helga.
3. Hrafnamál.
Veikur maður í Mývatnssveit sendi einhverju
sinni til Helga prests og bað hann að koma og þjón-
usta sig. Sendimaður var hræddur um að sjúkling-
urinn dæi þá og þegar og ýtti heldur undir prest,
að hraða sér, en hann fór sér hægt og gætilega að
öllu. Á leiðinni mættu þeim hrafnar tveir á flugi
og krunkaði annar. Þá mælti prestur: »Hrafninn
segir að maðurinn sé lifandi«. »Af hverju veiztu
það?« spurði fylgdarmaðurinn. »Hann leit á sig, en
ekki okkur«, svaraði prestur. Þessi orð hugði fylgd-
armaðurinn að prestur hefði sagt út í hött, og ann-
að mundi hann hafa haft til marks um, að maðurinn
lifði og kom til.