Gríma - 01.11.1929, Qupperneq 28
8 ÞÁTTUR AF HELGA PRESTI BENEDIKTSSYNI
4. Barði*
Það bar við einhverju sinni, er séra Helgi var
kominn að Húsavík, að hann hafði orð á því við
konu sína, að maður nokkur væri farinn að ónáða
hann í svefni og að það ágerðist meir og meir. Loks
tók prestur sér ferð á hendur út að Máná og þaðan
á Bangastaði. Að Máná bjó þá maður, sem Salómon
hét; sonur hans hét Davíð; en á Bangastöðum bjó
Jón nokkur. Séra Helgi hitti nú menn þessa og bað
þá að skila því, sem þeir hefðu fundið. Vildu þeir
í fyrstu ekki við neitt kannast, en hann kvaðst vita
það og að þeir mundu ekki hafa betra af því, ef þeir
ætluðu að dyljast; sögðu þeir þá af hið sanna. Þeir
höfðu fundið opinn bát, rekinn af sjó og við þóttuna
var bundinn dauður maður. Höfðu þeir slegið eign
sinni á bátinn og flíkur mannsins, en dysjað líkið
á afviknum stað, til þess að geta notið fundarins í
þagnarþey. Prestur lét þá lofa sér því, að grafa
upp bein þessi og flytja að Húsavík, en hann lofaði
að hjálpa þeim til að hola þeim niður í kirkjugarð-
inn, svo að lítið bæri á. Fór athöfn þessi fram um
nótt; höfðu sakamennirnir flutt beinin í poka fram
alla heiði ofan við byggð. Bát þenna hafði hrakið
úi' Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Hafði prestur
sagt konu sinni, að maðurinn hefði bundið sig við
bátinn af löngun til að hljóta kirkjuleg; svo hefði
hann vitjað sín sem prests og umráðamanns kirkju-
garðsins.
Þó að þetta ætti að fara dult, fékk sýslumaður
eigi að síður pata af þessu; var það Þórður sýslu-
maður Björnssoní Garði. Gerði hann einhverja rann-
sókn í máli þessu, en ekki vitnaðist neitt það, er