Gríma - 01.11.1929, Side 30
10 ÞÁTTUR AF HELGA PRESTI BENEDIKTSSYNI
5. Hllöð í Húsavíkurbæ.
Einhverju sinni, er Helgi prestur var að Húsavík,
vaknaði fólk þar.í baðstofunni á náttarþeli við hljóð
mikið frammi í bænum; leið svo nokkur stund, þar
til annað enn meira hljóð heyrðist, svo að hvert
mannsbarn hrökk upp. Brá séra Helgi þá við og
fór á nærfötunum upp úr rekkjunni og fram í bæ;
var hann stundarkorn frammi. Þegar hann var
kominn inn aftur í rekkjuna til konu sinnar, spurði
hún hann, hvað þetta muni hafa verið; sagði prest-
ur það hafa verið anda manns eins, er grafinn sé
í garðinum, og hafi lifað illa; hann búizt við, að
grafinn verði innan skamms við hlið sér góður
maður, en hann kunni því illa. Sagðist prestur ætla
að gera sitt til, að það verði ekki gert. Ef þriðja
hljóðið hefði komið, sagði hann að fólkið mundi
hafa ærzt í baðstofunni. Björg, dóttir þeirra hjóna,
svaf til fóta þeirra og heyrði talið.
6. Frá Stafúsi Helsasyni.
Svo er sagt, að Sigfús, sonur séra Helga, hafi
verið að bauka við kukl og forneskju sér til nytja,
en að faðir hans hafi verið fljótur að taka fram í
fyrir honum. Einhverju sinni stóð uppi í Húsavík-
urkirkju lík af merkum manni úr sókninni. Fór þá
Sigfús og maður sá, er Þorvaldur hét, með honum
út í kirkjuna og tóku þeir af líkinu sveitadúk og
eitthvað fleira, helzt neglur, og höfðu með sér upp
í svefnloft sitt. Hugðust þeir með þeim hætti að
hafa fréttir af hinum dána um ókomna og ókunna
hluti. En þegar þeir höfðu þetta aðhafst, urðu þeir
svo hræddir um aðsókn í svefnloftið af hendi hins
dána, að þeir þorðu eigi annað en viðhafa varúðar-