Gríma - 01.11.1929, Side 34
14
FRÁ ODDI STERKA
Prestur, þú ert sómasæll,
syngur hátt upp messu,
vesalmenni og vinnuþræll
verðurðu upp frá þessu,
Arnarsetur heita klettar nokkrir skammt frá
Arnarbæli. Um veturinn, eftir að presturinn kvað
vísuna til drengsins, hrapaði hann til bana í klett-
um þessum. Seinna fór svo fyrir séra Guðmundi,
að hann var settur af embætti, lenti í basli og varð
að lokum að fara í vinnumennsku. Töldu menn að
vísa drengsins hefði hrinið á honum.
Frá Ofldi sterka.
(Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar á Hofi í Svarfað-
ardal).
Á 16. öld var uppí maður sá, er Sturla hét, kall-
aður Smíða-Sturla. Sumir segja að faðir hans hafi
heitið Vilhjálmur og hafi verið biskupssveinn.
manna fríðastur og gerfilegastur og kallaður Barna-
Vilhjálmur, af því að hann hafi getið mörg börn í
einni för með biskupi. Sturla var knálegur maður
og hinn mesti smiður; hann fór ungur utan og er
sagt að honum hafi verið heitin greifadóttir ein, ef
honum misynnist eigi smíðaþraut sú, sem fyrir
hann var lögð. Hafði greifadóttirin setið á stóli
fyrir honum, skrautbúin, meðan hann vann verkið,
og það hafði glapið svo fyrir honum, að nokkuð mis-
vannst, áður en lauk. Sagt var að hann samt hefði
enn átt kost á að fá hennar, en ekki viljað og hafi
það orðið honum til ógreiða. Eftir það fór hann út