Gríma - 01.11.1929, Page 37

Gríma - 01.11.1929, Page 37
FRÁ ODDI STERKA 17 nefndum Þverármóum mætti hann fiskflutnings- mönnum og spurði þá eftir Oddi á Melum. Þeir kváðu hann hafa verið niður á Böggverstaðasandi, þegar þeir hafi farið þaðan. Síðan hélt hann áfram og mætti allt af mönnum öðru hvoru á leið sinni; spurði hann alla eftir Oddi, en þeir svöruðu allir á eina leið, að hann hafi verið niður við sjó, þegar þeir hafi farið. Þegar hann kom að Holtsá, kom ríð- andi maður á móti honum og teymdi einn fiskahest. Ströndungur heilsaði manni þessum og spurði, hvort hann hafi ekki orðið var við Odd á Melum. »Hann var niður við sjó, áður en eg fór þaðan«, svaraði Svarfdælingurinn, sem í rauninni var Oddur; »þurftir þú að finna hann?« Ströndungur kvað svo vera. »Eruð þið kunnugir?« spurði Oddur. »Nei, eg hef aldrei séð hann«, svaraði Ströndungur, »en eg hef heyrt hans getið, að hann sé mikill maður fyrir sér og glímumaður; vildi eg fá að sjá hann og bjóða honum í glímu«. »Ertu glímumaður mik- ill?« spurði Oddur, »eða hvaðan ertu?« »Eg er vest- an af Ströndum«, svaraði Ströndungur, »eg hef glímt við allmarga og hafa flestir fallið fyrir mér«. »Það er ekki víst að þú fellir Odd fyrir það«, sagði Svarfdælingur, »en það er ekki vert fyrir þig að fara lengra áleiðis, því að Oddur fer að koma bráð- um; viltu nú ekki fara í eina glímu við mig á með- an? Mér þykir engin minnkun að falla fyrir þér, fyrst þú hefur sigrað svo marga, en ekki þarftu að hugsa að glíma við Odd og fella hann, ef þú fellir mig ekki«. Ströndungur var fús að glíma; stigu þeir því næst af hestum sínum og tókust á fang- brögðum, og féll Ströndungur eftir litla stund. »Við skulum glíma aftur«, sagði hann; glímdu þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.