Gríma - 01.11.1929, Page 38
18
PEA ODDI STPRKA
þá í annað sinn og stóð sú glíma nokkuð lengur en
hin, þar til er Ströndungur féll. Nú fann Oddur að
hann reiddist ákaflega, en talaði fátt; að eins sagði
hann, að þeir skyldu glíma þriðja sinn. Gengu þeir
enn saman og tókust á og fann Oddur þá að Strönd-
ungur notaði öll hin verstu tök, er hann mátti við
koma. Oddur fór þá eins að og varð ekki mjúkhent-
ur á fötum hins. Þessi glíma stóð lengst, en þó fór
svo að lyktum, að Oddur bar sigur úr býtum, eins og
áður, en Ströndungur féll. Þá sagði Oddur: »Nú
hefur þú hitt Odd á Melum, og villtu nú ekki koma
með mér fram þangað?« Ströndungur var þá svo
reiður, að hann svaraði engu orði og vildi með engu
móti með Oddi fara, enda var hann illa til reika,
allir hnappar slitnir úr honum og brækur hans
héngu niður í druslum. Þá mælti Oddur við hann
með áherzlu mikilli: »Ef þú kemur ekki að Melum,
þegar þú ferð fram hjá, þá skaltu eiga mig á fæti«.
Honum var vel kunnugt um, að það þótti ísjárvert
að skilja svo við Hornstrendinga og aðra Vestfirð-
inga, að hafa óvildarhug þeirra yfir höfði sér.
Oddur tók síðan hesta sína og reið heim; en
Ströndungur gekk upp í Holtsárgil, tók snæri úr
föggum sínum og batt að sér fataræflana. Hafðist
hann þar við lengi nætur, á meðan honum var að
renna mesta reiðin; fór hann svo að íhuga, hvort
hann ætti að sæta boði Odds og koma að Melum;
var honum það satt að segja allfjarri skapi, en hitt
vissi hann líka, að ef hann forðaðist fund Odds og
hitti hann svo einhverstaðar á leiðinni, þá hefði
hann í öllum höndum við sig. Tók hann að lokum
þann kostinn að stíga á bak og ríða fram að Melum;
kom hann þar um fótaferðartíma. Oddur var þá