Gríma - 01.11.1929, Síða 38

Gríma - 01.11.1929, Síða 38
18 PEA ODDI STPRKA þá í annað sinn og stóð sú glíma nokkuð lengur en hin, þar til er Ströndungur féll. Nú fann Oddur að hann reiddist ákaflega, en talaði fátt; að eins sagði hann, að þeir skyldu glíma þriðja sinn. Gengu þeir enn saman og tókust á og fann Oddur þá að Strönd- ungur notaði öll hin verstu tök, er hann mátti við koma. Oddur fór þá eins að og varð ekki mjúkhent- ur á fötum hins. Þessi glíma stóð lengst, en þó fór svo að lyktum, að Oddur bar sigur úr býtum, eins og áður, en Ströndungur féll. Þá sagði Oddur: »Nú hefur þú hitt Odd á Melum, og villtu nú ekki koma með mér fram þangað?« Ströndungur var þá svo reiður, að hann svaraði engu orði og vildi með engu móti með Oddi fara, enda var hann illa til reika, allir hnappar slitnir úr honum og brækur hans héngu niður í druslum. Þá mælti Oddur við hann með áherzlu mikilli: »Ef þú kemur ekki að Melum, þegar þú ferð fram hjá, þá skaltu eiga mig á fæti«. Honum var vel kunnugt um, að það þótti ísjárvert að skilja svo við Hornstrendinga og aðra Vestfirð- inga, að hafa óvildarhug þeirra yfir höfði sér. Oddur tók síðan hesta sína og reið heim; en Ströndungur gekk upp í Holtsárgil, tók snæri úr föggum sínum og batt að sér fataræflana. Hafðist hann þar við lengi nætur, á meðan honum var að renna mesta reiðin; fór hann svo að íhuga, hvort hann ætti að sæta boði Odds og koma að Melum; var honum það satt að segja allfjarri skapi, en hitt vissi hann líka, að ef hann forðaðist fund Odds og hitti hann svo einhverstaðar á leiðinni, þá hefði hann í öllum höndum við sig. Tók hann að lokum þann kostinn að stíga á bak og ríða fram að Melum; kom hann þar um fótaferðartíma. Oddur var þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.