Gríma - 01.11.1929, Page 43
SÖGN UM KRISTJAN IX.
23
5.
Sögn um Kristján konung IX.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar, eftir sögn Jóns A.
Hjaltalíns skólastjóra, 1905).
Þjóðhátíðarárið 1874, þegar Kristján konungur
IX. kom til Reykjavíkur, þá undraði marga, hvað
konungur barst lítið á. Þjónar hans voru miklu
skrautbúnari. En meira fannst mönnum samt um
það, hvað konungur var lítillátur. Saga sú, sem hér
fer á eftir, er munnmælasaga um lítillæti konungs.
Meðan konungur dvaldi í Reykjavík, var honum
tíðförult um götur bæjarins. Hann var hestamaður
mikill og þótti gaman að skoða alla hesta, sem hann
sá þar. Eitt sinn hitti hann bónda nokkurn, er var
í kaupstaðarferð með hesta sína. Fór konungur að
venju að skoða hesta hans. »Hvað heitir þú?« spurði
bóndi. »Eg heiti nú Kristján«, segir konungur. »Og
hvers son?« segir bóndi. »Friðriksson«, svarar kon-
ungur. »Hvaða maður ertu nú annars?« segir bóndi.
»0, eg er nú kallaður konungurinn ykkar«, segir
konungur. »Nei, hvað er að tarna, segirðu satt?«
segir bóndi. »Víst geri eg það«, svarar konungur.
»Ja, það var gaman«, segir bóndi, »að eg skyldi vera
svo heppinn að sjá þig«.
Ekki er þess getið, hvort bóndi skildi dönsku, en
liklega hefir það þó verið, þar sem hann gat talað
við konung.