Gríma - 01.11.1929, Page 44

Gríma - 01.11.1929, Page 44
24 SAGNIR UM SÉRA HÁLFDAN í FELLI 6. Sagnir um séra Hálfdan f Felii. (Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar á Hofi í Svarfað- ardal, eftir sögnum úr Fljótum). Til hafa verið margar sagnir um séra Hálfdan í Felli og nokkuð sundurleitar. i Þjóðsögum Jóns Árnasonar er hann sagður Einarsson eða Eldjárns- son og að hann hafi verið uppi á 16. öld. Þar eru nokkrar sagnir um hann og er sú merkust, er hann sótti konuna úr Málmey í tröllahendur. í Þjóðtrú og þjóðsögnum Odds Björnssonar eru líka nokkrar sagnir um hann og er hann í þeim sagður Narfason. i prestatali og prófastaerhannlíkasagðurNarfason; talinn er hann að hafa vígst að Felli árið 1502. Síð- an er hann sagður heimaprestur að Hólum í Hjalta- dal um 1507, hafi aftur orðið prestur að Felli, sleppt brauðinu 1568 og að líkindum dáið fám árum síðar. Espólín getur þess, að séra Hálfdan hafi í elli sinni verið á Hólum hjá Guðbrandi biskupi, en efast um að biskup hafi viljað hýsa svo fjölkunnugan mann. Munnmælin segja, að þegar séra Hálfdan var orðinn gamall og hrumur, hafi hann leitað ásjár biskups og mælzt til, að mega deyja í hans húsum; hafi biskup orðið við bæn hans, tekið hann heim á staðinn og verið vel til hans; hafi séra Hálfdan oft setið við borð biskups og verið vel metinn. Fyrsta sumarið, sem hann var á Hólum, var þar kaupamaður sunnlenzkur. Prestur bjó í klefa út af fyrir sig og kom kaupamaðurinn stundum inn til hans og spjallaði við hann, því að prestur var bæði fróður og skrafhreifinn. Einu sinni sem oftar sat kaupamaður á tali við prest og kvartaði um, að seigt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.