Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 44
24
SAGNIR UM SÉRA HÁLFDAN í FELLI
6.
Sagnir um séra Hálfdan f Felii.
(Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar á Hofi í Svarfað-
ardal, eftir sögnum úr Fljótum).
Til hafa verið margar sagnir um séra Hálfdan í
Felli og nokkuð sundurleitar. i Þjóðsögum Jóns
Árnasonar er hann sagður Einarsson eða Eldjárns-
son og að hann hafi verið uppi á 16. öld. Þar eru
nokkrar sagnir um hann og er sú merkust, er hann
sótti konuna úr Málmey í tröllahendur. í Þjóðtrú og
þjóðsögnum Odds Björnssonar eru líka nokkrar
sagnir um hann og er hann í þeim sagður Narfason.
i prestatali og prófastaerhannlíkasagðurNarfason;
talinn er hann að hafa vígst að Felli árið 1502. Síð-
an er hann sagður heimaprestur að Hólum í Hjalta-
dal um 1507, hafi aftur orðið prestur að Felli, sleppt
brauðinu 1568 og að líkindum dáið fám árum síðar.
Espólín getur þess, að séra Hálfdan hafi í elli sinni
verið á Hólum hjá Guðbrandi biskupi, en efast um
að biskup hafi viljað hýsa svo fjölkunnugan mann.
Munnmælin segja, að þegar séra Hálfdan var
orðinn gamall og hrumur, hafi hann leitað ásjár
biskups og mælzt til, að mega deyja í hans húsum;
hafi biskup orðið við bæn hans, tekið hann heim á
staðinn og verið vel til hans; hafi séra Hálfdan oft
setið við borð biskups og verið vel metinn.
Fyrsta sumarið, sem hann var á Hólum, var þar
kaupamaður sunnlenzkur. Prestur bjó í klefa út af
fyrir sig og kom kaupamaðurinn stundum inn til
hans og spjallaði við hann, því að prestur var bæði
fróður og skrafhreifinn. Einu sinni sem oftar sat
kaupamaður á tali við prest og kvartaði um, að seigt