Gríma - 01.11.1929, Page 46

Gríma - 01.11.1929, Page 46
26 SAGNIR UM SÉRA HÁLFDAN í FELLI frá. Sá hann þá ekki ljáspík Hálfdanar prests, þar sem hún átti að vera í klyfinni, en í hennar stað var þar þverbrotið mannsrif og þóttist hann þá vita, að það hafi spíkin verið. Tók hann þá brot þessi, gekk með þau inn til prests, sýndi honum þau, sagði hvernig farið hefði og bað fyrirgefningar á ódrengskap sínum. Prestur fyrirgaf honum fús- lega, en sagði að við þessu hefði verið að búast, úr því að hann hagaði þannig ráði sínu og bætti því við, að vel hefði getað viljað til, að hann hefði gefið honum spíkina, ef hann hefði fært sér hana og kvatt sig. Hafði Sunnlendingurinn síðan skamma viðdvöl hjá presti og fór leiðar sinnar. Eg hef heyrt svipaða söguna um æfilok séra Hálf- danar eins og hún er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Það var nokkru eftir nýár um vetur, að hann fann dauða sinn nálgast. Hann vissi, að mórauður eða grár hrútur var hafður í baðstofu. Bað hann ráðs- manninn á Hólum, sem var afarmenni að burðum, að lofa hrútnum að vera undir rúmi sínu, á meðan hann dæi; taka sig síðan, þegar hann væri látinn, og bera sig út í kirkju, því að þar vildi hann að lík sitt stæði uppi. Ekki kvað hann þurfa að vaka yfir líki sínu fremur en verkast vildi, heldur skyldi kveikja á þrem kertum og láta þau standa nálægt því; væri óhætt um velferð sína annars heims, ef eitthvert ljósanna lifði sjálfkrafa næturlangt. Þetta var gert; hrúturinn var látinn undir rúm prests, því að hátt var undir það; kerti var látið standa á borði hjá honum, en helzt vildi hann vera einn í kiefa sínum, á meðan hann létist. Skömmu síðar dó séra Hálfdan; var það seint á degi og enginn við- staddur, En við lát hans ærðist hrúturinn, fjekk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.