Gríma - 01.11.1929, Síða 46
26
SAGNIR UM SÉRA HÁLFDAN í FELLI
frá. Sá hann þá ekki ljáspík Hálfdanar prests, þar
sem hún átti að vera í klyfinni, en í hennar stað
var þar þverbrotið mannsrif og þóttist hann þá
vita, að það hafi spíkin verið. Tók hann þá brot
þessi, gekk með þau inn til prests, sýndi honum þau,
sagði hvernig farið hefði og bað fyrirgefningar á
ódrengskap sínum. Prestur fyrirgaf honum fús-
lega, en sagði að við þessu hefði verið að búast, úr
því að hann hagaði þannig ráði sínu og bætti því
við, að vel hefði getað viljað til, að hann hefði gefið
honum spíkina, ef hann hefði fært sér hana og kvatt
sig. Hafði Sunnlendingurinn síðan skamma viðdvöl
hjá presti og fór leiðar sinnar.
Eg hef heyrt svipaða söguna um æfilok séra Hálf-
danar eins og hún er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Það var nokkru eftir nýár um vetur, að hann fann
dauða sinn nálgast. Hann vissi, að mórauður eða
grár hrútur var hafður í baðstofu. Bað hann ráðs-
manninn á Hólum, sem var afarmenni að burðum,
að lofa hrútnum að vera undir rúmi sínu, á meðan
hann dæi; taka sig síðan, þegar hann væri látinn,
og bera sig út í kirkju, því að þar vildi hann að lík
sitt stæði uppi. Ekki kvað hann þurfa að vaka yfir
líki sínu fremur en verkast vildi, heldur skyldi
kveikja á þrem kertum og láta þau standa nálægt
því; væri óhætt um velferð sína annars heims, ef
eitthvert ljósanna lifði sjálfkrafa næturlangt. Þetta
var gert; hrúturinn var látinn undir rúm prests,
því að hátt var undir það; kerti var látið standa á
borði hjá honum, en helzt vildi hann vera einn í
kiefa sínum, á meðan hann létist. Skömmu síðar dó
séra Hálfdan; var það seint á degi og enginn við-
staddur, En við lát hans ærðist hrúturinn, fjekk