Gríma - 01.11.1929, Page 50
30
TÖFRAFILSIÐ
Var nú Ásrún kyr um sumarið og líkaði öllum einatt
ur og betur við hana. Um veturinn dó móðir Þor-
steins, en Ásrún tók við bústýrustörfum. Um vorið
brá faðir Þorsteins búi; en Þorsteinn kvæntist Ás-
rúnu og tóku þau við búinu. Aldrei notaði Ásrún
kunnáttu sína til ills, en stundum til góðs, þá er á
þurfti að halda; var hún vinsæl af öllum og þótti
hin mesta rausnarkona. Varð hjónaband þeirra
Þorsteins hið ástúðlegasta, og lýkur hér sögunni af
Ásrúnu finnsku og Þorsteini.
8.
Tfifrapilsið.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar, eftir sögn af Héraði
1902).
Einu sinni voru hjón; þau áttu eina dóttur barna.
Margir urðu til að biðja hennar, en hún neitaði öll-
um. Sóknarpresturinn var ungur maður og ókvænt-
ur; hann bað bóndadóttur, og voru foreldrar hennar
þess hvetjandi, en henni sjálfri var um og ó. Átti
hún tal við vinstúlku sína og kvaðst þess vegna ekki
vilja giftast, að hún kviði svo fyrir að eiga börn.
Hin kvaðst eiga grátt nærpils, sem sú náttúra
fylgdi, að sú sem væri í því, yrði ekki barnshafandi
og kvaðst hún skyldi gefa henni það. Varð bónda-
dóttir fegnari en frá megi segja, og tók við pilsinu.
Tók hún síðan bónorði prests, fór til hans og giftist
honum. Lifðu þau saman í nokkur ár og áttu ekki
barn, því að hún var einatt í pilsinu. Eitt sinn bar
svo við, einn sunnudag, að prestskonan var komin í
kirkju á undan öðrum. Settist hún í kvensæti og
sofnaði. Dreymdi hana þá að henni þótti maður