Gríma - 01.11.1929, Side 51
TILBERI 31
koma upp undan altarisgólfinu, ganga að henni og
segja: »Vei þér, móðir, eg átti að verða biskup«.
Síðan kom upp kona og sagði: »Vei þér, móðir, eg
átti að verða biskupsfrú«. Síðan þótti henni enn
maður koma; sá sagði: »Vei þér, móðir, eg átti að
verða prestur«. Svo kom annar kvenmaður og sagði:
»Vei þér, móðir, eg átti að verða prestskona«. Síðan
hinn þriðji: »Vei þér, móðir, eg átti að verða sýslu-
maður«. Svo þriðja konan: »Vei, þér móðir, eg átti
að verða sýslumannskona«. Eftir það vaknaði kon-
an. Varð hún mjög hugsandi út af draumi þessum.
Faðir hennar var dáinn og tók hún þá móður sína
til sín. Gekk móðir hennar á hana að segja sér, hvað
gengi að henni, og sagði hún henni drauminn og svo
frá pilsinu. Bað móðir hennar hana um fram allt að
fara úr pilsinu, og fyrir fortölur móður sinnar
gerði hún það. Eftir þetta fór hún að eiga börn og
átti þrjá syni og þrjár dætur, og er eigi getið að
hún setti fyrir sig að eiga börnin, eftir að hún var
farin til þess. Varð einn sonur hennar biskup, ann-
ar prestur, þriðji sýslumaður og dætur hennar
biskupsfrú, prestskona og sýslumannsfrú.
9.
Tilberi.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar).
Eitt sinn bjuggu öldruð hjón á bæ. Þau voru vel
efnuð, áttu margt sauðfé og höfðu alls-nægtir í búi,
en kerling var mjög nísk og öfundsjúk og sá ofsjón-
um yfir velgengni nágrannakonu sinnar; fannst
kerlingu hún fá allt of mikið smjör og mjólk í sam-