Gríma - 01.11.1929, Síða 56

Gríma - 01.11.1929, Síða 56
W HJóttAGRASIÐ væri til komið. Hafa þessi ráð jafnan reynzt ó- brigðul. 10. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Einu sinni voru hjón á bæ, sem áttu eina dóttur barna, Geirþrúði að nafni; hún var kvenna vænst og unnu foreldrar hennar henni mjög, einkum móð- irin. Hjónin á næsta bæ áttu son, er Gunnar hét; var hann allra manna fríðastur sýnum, svo að eng- in mær geymdi sín fyrir honum. Hefði honum orðið gott til kvonfangs, en svo var hann einþykkur, að hann vildi með engri mey ganga og voru það þó margar, sem báru til hans heita ást í brjósti. Ein af mörgum var Geirþrúður; hafði hún elskað hann, frá því er hún komst á legg, en hann gat einhvernveginn ekki þýðst hana og þótt foreldrar beggja væru því mjög fylgjandi, þá neitaði hann að eiga hana. Liðu svo fram tímar; Geirþrúður var ógefin og hafnaði mörgu góðu gjaforði, því að allt af elskaði hún Gunnar jafn heitt og þráði hann sárlega. Móðir Geirþrúðar dó um þetta leyti og varð hún þá að taka við búsforráðum með föður sínum; hún saknaði sárt móður sinnar, og þótt faðir hennar væri henni í alla staði góður, fannst henni hún nú vera einstæðingur og hjálparvana og í þunglyndi sínu gekk hún oft að gröf móður sinnar til þess að sefa heitan harm með tárum sínum. Eitt sinn sofnaði hún á leiðinu og dreymdi þá, að móðir hennar kæmi til hennar og mælti: »Gráttu ekki, dóttir sæl, því að þú eignast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.