Gríma - 01.11.1929, Blaðsíða 56
W
HJóttAGRASIÐ
væri til komið. Hafa þessi ráð jafnan reynzt ó-
brigðul.
10.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar).
Einu sinni voru hjón á bæ, sem áttu eina dóttur
barna, Geirþrúði að nafni; hún var kvenna vænst
og unnu foreldrar hennar henni mjög, einkum móð-
irin. Hjónin á næsta bæ áttu son, er Gunnar hét;
var hann allra manna fríðastur sýnum, svo að eng-
in mær geymdi sín fyrir honum. Hefði honum orðið
gott til kvonfangs, en svo var hann einþykkur, að
hann vildi með engri mey ganga og voru það þó
margar, sem báru til hans heita ást í brjósti. Ein af
mörgum var Geirþrúður; hafði hún elskað hann, frá
því er hún komst á legg, en hann gat einhvernveginn
ekki þýðst hana og þótt foreldrar beggja væru því
mjög fylgjandi, þá neitaði hann að eiga hana. Liðu
svo fram tímar; Geirþrúður var ógefin og hafnaði
mörgu góðu gjaforði, því að allt af elskaði hún
Gunnar jafn heitt og þráði hann sárlega. Móðir
Geirþrúðar dó um þetta leyti og varð hún þá að taka
við búsforráðum með föður sínum; hún saknaði sárt
móður sinnar, og þótt faðir hennar væri henni í alla
staði góður, fannst henni hún nú vera einstæðingur
og hjálparvana og í þunglyndi sínu gekk hún oft að
gröf móður sinnar til þess að sefa heitan harm með
tárum sínum. Eitt sinn sofnaði hún á leiðinu og
dreymdi þá, að móðir hennar kæmi til hennar og
mælti: »Gráttu ekki, dóttir sæl, því að þú eignast