Gríma - 01.11.1929, Page 62

Gríma - 01.11.1929, Page 62
42 SAGAN AF GRIMÓLFI SMALA að hann mætti sjálfur ráða því, hvar hann héldi án- um til beitar. Fyrsta morguninn, sem hann rak ærn- ar á haga, fór hann með hópinn eftir fjárgötunum, þangað til hann kom að stórum steini; þótti honum steinninn svo einkennilegur, að hann nam staðar til að skoða hann, en á meðan hann var að því, hélt ærhópurinn áfram og dreifði sér um holtin. Þegar hann fór svo að reka hópinn saman aftur, sýndist honum hann stórum mun stærri en áður og sérstak- lega sýndust honum mórauðu og gráu ærnar miklu fleiri en þær áttu að vera. Hann kastaði í skyndi tölu á ærnar og töldust þær þá að vera 150 talsins í stað 100, sem hann hafði rekið af kvíabóli um morguninn. Grímólfur gaf sig ekki að þessu, heldur hélt öllum hópnum til beitar um daginn og um kvöld- ið rak hann allar ærnar saman og hélt heimleiðis. Þegar hópurinn fór fram hjá steininum, tóku allar aðkomuærnar sig út úr, runnu í hvarf við steininn og hurfu sjónum hans. Ekki hafði Grímólfur orð á þessu við nokkurn mann á heimilinu. Smalamennsk- an gekk honum að óskum; á hverjum morgni komu gráu og mórauðu ærnar frá steininum og á hverju kvöldi hurfu þær við steininn, en á daginn sat hann þær með sömu umhyggju og hinar ærnar. Þannig leið sumarið fram að göngum og hlakkaði Grímólfur til að mega hætta hjásetunni og fara heim til prests- ins, fóstra síns. Síðasta kvöldið, sem hann sat hjá, var hann mjög léttur í lund og rak syngjandi ær- hópinn heim fjárgöturnar. Þegar hann kom að stein- inum, heyrði hann að sungið var inni í honum með fagurri kvenmannsröddu:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.