Gríma - 01.11.1929, Side 64
44 DVERGURINN OG SMALADRENGURINN EINFÆTTI
14.
Dvergurlnn og smaladrengnrinn elnfætti.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar).
Einu sinni voru hjón á bæ. Þau voru vel við efni.
Tvö börn áttu þau, son og dóttur. Dóttir þeirra hét
Guðrún, og var þá sextán ára, er saga þessi hefst.
Hún var fríð kona og öllum góðum kostum búin, sem
mey máttu prýða. Urðu margir til þess að biðja
hennar en hún vísaði öllum á bug, og kvaðst eigi
mundu svo ung manni heitast. Skammt frá bæ
þeirra hjóna bjuggu fátæk hjón, sem áttu fjölda
barna. Elzti son þeirra hét Sigþór. Hann var tólf
ára, og þá svo fríður og efnilegur, að hann átti eng-
an sinn líka í þeirri sveit. En fyrir fátæktar sakir
urðu foreldrar hans að láta hann fara burtu til þess
að hafa ofan af fyrir sér. Bauðst faðir Guðrúnar þá
til að taka hann fyrir smala. Var það að undirlagi
dóttur hans. Tekur nú Sigþór við fjárgeymslu hjá
bónda um sumarið, og ferst honum það vel. En það
bar við á einu kvöldi, að ærnar koma einar heim á
stöðul, en Sigþór eigi, sem vant var. Er þá farið að
leita hans, og finnst hann loks daginn eftir í gili
einu djúpu. Lá hann þar í stórgrýtisurð fótbrotinn
á öðrum fæti og mátti sig hvergi hræra. Var hann
svo borinn heim. En af því að brotið var mikið og
svo langt um liðið, bólgnaði fóturinn upp, og var
hann af tekinn um kné. Lá drengurinn rúmfastur
það sem eftir var sumars og fram á vetur. Þá komst
hann úr rúminu fyrir góða aðhjúkrun bóndadóttur
og greri sárið að mestu. En eftir það varð hann að
hoppa á einum fæti og styðjast við hækjur. Var
hann þá kallaður einfætti smaladrengurinn, og