Gríma - 01.11.1929, Page 64

Gríma - 01.11.1929, Page 64
44 DVERGURINN OG SMALADRENGURINN EINFÆTTI 14. Dvergurlnn og smaladrengnrinn elnfætti. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Einu sinni voru hjón á bæ. Þau voru vel við efni. Tvö börn áttu þau, son og dóttur. Dóttir þeirra hét Guðrún, og var þá sextán ára, er saga þessi hefst. Hún var fríð kona og öllum góðum kostum búin, sem mey máttu prýða. Urðu margir til þess að biðja hennar en hún vísaði öllum á bug, og kvaðst eigi mundu svo ung manni heitast. Skammt frá bæ þeirra hjóna bjuggu fátæk hjón, sem áttu fjölda barna. Elzti son þeirra hét Sigþór. Hann var tólf ára, og þá svo fríður og efnilegur, að hann átti eng- an sinn líka í þeirri sveit. En fyrir fátæktar sakir urðu foreldrar hans að láta hann fara burtu til þess að hafa ofan af fyrir sér. Bauðst faðir Guðrúnar þá til að taka hann fyrir smala. Var það að undirlagi dóttur hans. Tekur nú Sigþór við fjárgeymslu hjá bónda um sumarið, og ferst honum það vel. En það bar við á einu kvöldi, að ærnar koma einar heim á stöðul, en Sigþór eigi, sem vant var. Er þá farið að leita hans, og finnst hann loks daginn eftir í gili einu djúpu. Lá hann þar í stórgrýtisurð fótbrotinn á öðrum fæti og mátti sig hvergi hræra. Var hann svo borinn heim. En af því að brotið var mikið og svo langt um liðið, bólgnaði fóturinn upp, og var hann af tekinn um kné. Lá drengurinn rúmfastur það sem eftir var sumars og fram á vetur. Þá komst hann úr rúminu fyrir góða aðhjúkrun bóndadóttur og greri sárið að mestu. En eftir það varð hann að hoppa á einum fæti og styðjast við hækjur. Var hann þá kallaður einfætti smaladrengurinn, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.