Gríma - 01.11.1929, Síða 70

Gríma - 01.11.1929, Síða 70
50 LOÐINKINNA TRÖLLKONA fylgja þeim mönnum á leið, sem lömbin áttu að reka. Hann tók því vel, en bað hana að fara eigi langt úr bygð, því að sig hefði dreymt svo illa um nóttina, og væri hann hugsjúkur um forlög hennar. Hún spyr hann þá, hvað hann hafi dreymt. »Mig dreymdi«, segir faðir hennar, »að eg væri að reka löm'b mín frá stekk, og leit eg yfir hópinn. Sá eg þá eina gimbur, sem langt bar af öllum hinum lömbun- um, bæði að stærð og fegurð, og hafði hún gylltan kraga um hálsinn. Allt í einu sé eg, að ógurlegt bjarndýr kemur og ryðst inn í lambahópinn. Það þrífur fallegu gimbrina með hramminum, og hverf- ur með hana á einu augnabliki langar leiðir upp til fjalla. Þá rak eg upp hljóð og í því vaknaði eg«. »Það var gott, að það var ekkert ljótt um mig, því að engin lambgimbur er eg«, sagði Helga, og við það skildu þau talið. — Nú eru lömbin rekin af stað til afréttar, og fylgir Heiga rekstrarmönnum nokkuð á leið. Henni þykir æ því fegurra að sjá til fjallanna, sem hún fer lengra, og snýr hún ekki aftur, fyr en hún er komin all-langt úr byggð. Þó þykist hún viss um að rata heim aftur sömu leið. En þegar hún er orðin ein, skellur á svo dimm þoka, að hún veit ekkert hvert skal halda. Þá lætur hún hestinn ráða ferðinni, og ríður allt hvað af tekur langa stund. Allt í einu sér hún ægistóra tröllskessu koma skálm- andi á móti sér. Verður hún þá svo hrædd, að hún reynir ekki einu sinni til þess að flýja undan á hest- inum, heldur bíður tröllkonunnar. Þá grípur trollskessan í taumana og raular um leið fyrir munni sér:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.