Gríma - 01.11.1929, Qupperneq 70
50 LOÐINKINNA TRÖLLKONA
fylgja þeim mönnum á leið, sem lömbin áttu að
reka. Hann tók því vel, en bað hana að fara eigi
langt úr bygð, því að sig hefði dreymt svo illa um
nóttina, og væri hann hugsjúkur um forlög hennar.
Hún spyr hann þá, hvað hann hafi dreymt. »Mig
dreymdi«, segir faðir hennar, »að eg væri að reka
löm'b mín frá stekk, og leit eg yfir hópinn. Sá eg þá
eina gimbur, sem langt bar af öllum hinum lömbun-
um, bæði að stærð og fegurð, og hafði hún gylltan
kraga um hálsinn. Allt í einu sé eg, að ógurlegt
bjarndýr kemur og ryðst inn í lambahópinn. Það
þrífur fallegu gimbrina með hramminum, og hverf-
ur með hana á einu augnabliki langar leiðir upp til
fjalla. Þá rak eg upp hljóð og í því vaknaði eg«.
»Það var gott, að það var ekkert ljótt um mig, því
að engin lambgimbur er eg«, sagði Helga, og við það
skildu þau talið. — Nú eru lömbin rekin af stað til
afréttar, og fylgir Heiga rekstrarmönnum nokkuð á
leið. Henni þykir æ því fegurra að sjá til fjallanna,
sem hún fer lengra, og snýr hún ekki aftur, fyr en
hún er komin all-langt úr byggð. Þó þykist hún viss
um að rata heim aftur sömu leið. En þegar hún er
orðin ein, skellur á svo dimm þoka, að hún veit
ekkert hvert skal halda. Þá lætur hún hestinn ráða
ferðinni, og ríður allt hvað af tekur langa stund.
Allt í einu sér hún ægistóra tröllskessu koma skálm-
andi á móti sér. Verður hún þá svo hrædd, að hún
reynir ekki einu sinni til þess að flýja undan á hest-
inum, heldur bíður tröllkonunnar.
Þá grípur trollskessan í taumana og raular um
leið fyrir munni sér: