Gríma - 01.11.1929, Side 73

Gríma - 01.11.1929, Side 73
LOÐINKINNA TRÖLLKONA 53 heyrir það, og biður hana, kindina sína, að segja sér, hver hann sé; kvaðst hún þegar skyldi ná hon- um með fjölkyngi sinni, hvar sem hann væri undir sólinni. Helga kvaðst skyldi gera það, ef hún lofi sér því, að gera honum ekki mein, og áskilur það, að þau fái að vera ein, meðan hann leysi af sér eld- steininn. Skessan heitir því, og segist skuli launa honum vel, og láta hann svo í friði fara. Helga seg- ir henni þá, að hún þurfi ekki langt að leita manns- ins; heiti hann Þorgeir og eigi heima í sömu sveit og hún. Fer skessan þá tafarlaust af stað, en þau Lappi eru ein eftir í hellinum. Átti jötuninn að gæta henn- ar; en ekki þorir hann að koma nærri henni. Var Helgu það hin mesta raunabót. — Þegar skessan var farin vildi hann þó koma sér í mjúkinn hjá henni og búa í haginn fyrir sig, því að hann vonaði að nú myndi hún bráðum losna við eldsteininn, sem hann hafði brennt sig á. Fór hann að sýna henni gripi sína og móður sinnar, sem hún hafði ekki séð áður og reyndi að skemmta henni á allar lundir. Loks sýnir hann henni sax eitt mikið og biturt, og segir að það sé allra vopna bezt, og ekkert vopn ann- að bíti á sig, né móður sína. Helga biður hann að fá sér saxið svo að hún geti skoðað betur slíkan ágæt- isgrip. Lappi gerir það, því að hann uggir ekki að sér. En þegar Helga hefur náð saxinu, og jötuninn stendur andspænis henni, hleypur hún fram og keyrir saxið í bringu honum. Gekk það á hol og féll risinn þegar dauður á hellisgólfið. Þetta var inni í afhellinum. Huldi Helga hræið með gæruskinnum og nautshúðum, sem hún fann þar inni, svo að hvergi sáust verksummerki, nema vel væri leitað. Nú líður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.