Gríma - 01.11.1929, Síða 73
LOÐINKINNA TRÖLLKONA
53
heyrir það, og biður hana, kindina sína, að segja
sér, hver hann sé; kvaðst hún þegar skyldi ná hon-
um með fjölkyngi sinni, hvar sem hann væri undir
sólinni. Helga kvaðst skyldi gera það, ef hún lofi
sér því, að gera honum ekki mein, og áskilur það,
að þau fái að vera ein, meðan hann leysi af sér eld-
steininn. Skessan heitir því, og segist skuli launa
honum vel, og láta hann svo í friði fara. Helga seg-
ir henni þá, að hún þurfi ekki langt að leita manns-
ins; heiti hann Þorgeir og eigi heima í sömu sveit og
hún. Fer skessan þá tafarlaust af stað, en þau Lappi
eru ein eftir í hellinum. Átti jötuninn að gæta henn-
ar; en ekki þorir hann að koma nærri henni. Var
Helgu það hin mesta raunabót. — Þegar skessan
var farin vildi hann þó koma sér í mjúkinn hjá
henni og búa í haginn fyrir sig, því að hann vonaði
að nú myndi hún bráðum losna við eldsteininn, sem
hann hafði brennt sig á. Fór hann að sýna henni
gripi sína og móður sinnar, sem hún hafði ekki séð
áður og reyndi að skemmta henni á allar lundir.
Loks sýnir hann henni sax eitt mikið og biturt, og
segir að það sé allra vopna bezt, og ekkert vopn ann-
að bíti á sig, né móður sína. Helga biður hann að fá
sér saxið svo að hún geti skoðað betur slíkan ágæt-
isgrip. Lappi gerir það, því að hann uggir ekki að
sér. En þegar Helga hefur náð saxinu, og jötuninn
stendur andspænis henni, hleypur hún fram og
keyrir saxið í bringu honum. Gekk það á hol og féll
risinn þegar dauður á hellisgólfið. Þetta var inni í
afhellinum. Huldi Helga hræið með gæruskinnum og
nautshúðum, sem hún fann þar inni, svo að hvergi
sáust verksummerki, nema vel væri leitað. Nú líður