Gríma - 01.11.1929, Síða 77
LOÐINKINNA TRÖLLKONA
57
kemur Þorgeir henni undir sig, og lætur þá kné
fylgja kviði. En skessan æpir ámátlega og beiðist
griða. »Þekki eg þig, Þorgeir karlsson«, segir hún,
»og veit að þú hefur drepið móður mína og unnið
svo til þeirrar konu, sem sveik bróður minn; en þó
vil eg hyggja af hefndum við þig og hana, og heita
þér þar á ofan vináttu minni, ef eg fæ að halda lífi
og limum. Finn eg að tröllskapur vor má eigi við
giftu þinni og undrakrafti krossins, þótt þú sért
eigi mikillegur að sjá. Getur þér samt orðið lið að
mér. Nafn mitt er Lúpa, og máttu nefna það, ef þér
liggur á. Eg var eigi heima, er þú drapst móður
mína, og er eg kom heim, fól eg öll auðæfi vor á
þeim stað, sem þau verða aldrei fundin, því að eg
uggði endurkomu yðar byggðarmanna. En eg vil
láta þau af hendi við þig, ef þá er nær, að þú verðir
við bón minni. Er þér og sæmra að þiggja þau af
mér, en að ræna oss mæðgin öll dauð, þótt það yrði
auðið«.
Við þessi orð Lúpu lét Þorgeir hana upp standa.
Þakkaði hún honum lífgjöfina. Síðan gengur hún
með þeim að öðrum helli alllangt frá. Var hella fyr-
ir munnanum, svo að varla mátti greina að þar væri
nokkrar dyi*. Þar voru inni öll auðæfi tröllanna og
miklu meiri en Þorgeir hafði gert sér hugmynd um.
Hjálpar tröllkonan þeim að búa upp á hestana, og
kveður þá síðan. Kveðst hún þá ætla þaðan til
frænda sinna lengra uppi í óbyggðum, því að hún
festi eigi yndi í helli móður sinnar eftir þetta. Held-
ur nú Þorgeir heim með auðæfi sín. Reisir hann bú
á bæ föður síns, og gerist gildur bóndi. Er síðan
haldið brúðkaup þeirra Helgu prestsdóttur með mik-
illi rausn, og unnust þau vel og lengi til ellidaga.