Gríma - 01.11.1929, Page 81

Gríma - 01.11.1929, Page 81
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU 61 með poka sinn, án þess hann yrði var við. Hún hljóp nú sem fljótast frá bænum upp í Laxárgil, sem var þar skammt frá og var fljótlega komin í hvarf. Herti hún göngu sína sem mest hún mátti, þar til er hún var komin vestur á heiði þá, er Smjörvatnsheiði nefnist. Sá hún þá hvar fénaður föður hennar breiddi sig um hagana. En þegar hún kom nærri fénu, tók sig úr ær ein mókollótt, með tveim lömb- um, mórauðum að lit. Guðrún átti sjálf ána og lömbin, og var mókolla svo elsk að henni, að hún elti hana, hvar sem hún sá hana og kom, ef Guðrún kallaði á hana. Guðrún talaði nú til hennar og brell- aði hana, enda slóst Mókolla í förina með henni, á- samt lömbum sínum. Þannig hélt Guðrún áfram eins hart og hún gat þann dag allan og nóttina eftir, en þá voru lömbin orðin svo lúin, að hún varð að hvíla þau við og við. Loksins kom hún að afarháu fjalli og lágu niður úr því giljadrög mikil og jarð- föll, en snjóbrýr voru á lækjum, því að þá voru liðn- ar aðeins 5 vikur af sumri. Ekki þorði hún að vera á ferð á daginn, ef leitarmenn kynni að bera þar að; réði hún því af að láta þarna fyrir berast þann dag allan og næstu nótt og fór að skyggnast um eftir góðu skýli. Fann hún djúpt og rúmgott jarðfall, lét Mó- kollu og lömbin þar inn undir, þar næst poka sinn, en sjálf lagðist hún fyrir fremst. Nú víkur sögunni heim í dalinn. Þegar messu- fólkið kom frá kirkju að Fossvöllum, var vörðurinn að svipast að Guðrúnu; sagðist honum svo frá, að hún hefði allt í einu horfið, en út um bæjardyrnar hefði hún ekki komizt, því að þar hefði hann allt af setið, eins og fyrir hann hefði verið lagt. Gátu menn ekki skilið, eftir hans frásögn, með hverjum hætti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.