Gríma - 01.11.1929, Síða 81
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU
61
með poka sinn, án þess hann yrði var við. Hún
hljóp nú sem fljótast frá bænum upp í Laxárgil, sem
var þar skammt frá og var fljótlega komin í hvarf.
Herti hún göngu sína sem mest hún mátti, þar til er
hún var komin vestur á heiði þá, er Smjörvatnsheiði
nefnist. Sá hún þá hvar fénaður föður hennar
breiddi sig um hagana. En þegar hún kom nærri
fénu, tók sig úr ær ein mókollótt, með tveim lömb-
um, mórauðum að lit. Guðrún átti sjálf ána og
lömbin, og var mókolla svo elsk að henni, að hún
elti hana, hvar sem hún sá hana og kom, ef Guðrún
kallaði á hana. Guðrún talaði nú til hennar og brell-
aði hana, enda slóst Mókolla í förina með henni, á-
samt lömbum sínum. Þannig hélt Guðrún áfram
eins hart og hún gat þann dag allan og nóttina eftir,
en þá voru lömbin orðin svo lúin, að hún varð að
hvíla þau við og við. Loksins kom hún að afarháu
fjalli og lágu niður úr því giljadrög mikil og jarð-
föll, en snjóbrýr voru á lækjum, því að þá voru liðn-
ar aðeins 5 vikur af sumri. Ekki þorði hún að vera
á ferð á daginn, ef leitarmenn kynni að bera þar að;
réði hún því af að láta þarna fyrir berast þann dag
allan og næstu nótt og fór að skyggnast um eftir góðu
skýli. Fann hún djúpt og rúmgott jarðfall, lét Mó-
kollu og lömbin þar inn undir, þar næst poka sinn,
en sjálf lagðist hún fyrir fremst.
Nú víkur sögunni heim í dalinn. Þegar messu-
fólkið kom frá kirkju að Fossvöllum, var vörðurinn
að svipast að Guðrúnu; sagðist honum svo frá, að
hún hefði allt í einu horfið, en út um bæjardyrnar
hefði hún ekki komizt, því að þar hefði hann allt af
setið, eins og fyrir hann hefði verið lagt. Gátu menn
ekki skilið, eftir hans frásögn, með hverjum hætti