Gríma - 01.11.1929, Side 84

Gríma - 01.11.1929, Side 84
é4 SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU við silung; sá hún mergð silungs og hresstist í huga við það. Af því að vatnið var nálægt hólnum, var hún ekki í vafa um, hvar hún ætti að hafa bústað sinn. Fyrsta verk hennar var að spinna á snælduna sterkan þráð úr togi því, sem hún hafði tekið með sér; varð togið heldur lítið, svo að hún rúði Mókollu og spann úr ullinni af henni til viðbótar. Síðan reið hún sér netstúf úr þræðinum og fór að leggja hann í lækjarósana við vatnið, en netendana festi hún báðumegin í hæla, sem hún telgdi úr birkigreinum. Netið fylltist bráðlega af smásilungi, og svo sagði Guðrún frá síðar, að það hefði verið einhver sinn mesti gleðidagur í útleggðinni, þegar hún fann svo góða veiði, og hefði hún fært guði þakkir fyrir þá miklu blessun. Veiði þessi brást henni aldrei; mest var hún haust og vor, en þó ætíð nokkur. Hún flatti og þurkaði sumt af silungnum, sumt reykti hún og geymdi jafnvel árlangt. Nú hafði Guðrún byrgt sig að fæði í bráð, en þá var eftir að fá skýli yfir höfuðið. Hún tók því næst sterka og beina birkigrein, telgdi hana til og skefti með henni rekublaðið. Svo fór hún að grafa innan hólinn og hélt því verki áfram dag eftir dag; mold- ina bar hún í poka sínum fram í vatnið. Bjó hún þar til nægilega rúmgott skýli fyrir sig, Mókollu og lömbin og undi nú furðanlega vel hag sínum. Eitt þótti henni samt sem áður vanta, er miðaði til af- þreyingar í einverunni, en það var að hafa einhver tímamörk. Tók hún því hávaxna skógarhríslu, af- kvistaði hana og rak staurinn niður, rétt hjá kofa- dyrunum. Svo risti hún eitt þverstrik á staurinn á hverjum morgni, allt þangað til komin voru sex; þá risti hún langstrik yfir þessi sex; táknaði þannig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.