Gríma - 01.11.1929, Síða 84
é4
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU
við silung; sá hún mergð silungs og hresstist í huga
við það. Af því að vatnið var nálægt hólnum, var
hún ekki í vafa um, hvar hún ætti að hafa bústað
sinn. Fyrsta verk hennar var að spinna á snælduna
sterkan þráð úr togi því, sem hún hafði tekið með
sér; varð togið heldur lítið, svo að hún rúði Mókollu
og spann úr ullinni af henni til viðbótar. Síðan reið
hún sér netstúf úr þræðinum og fór að leggja hann
í lækjarósana við vatnið, en netendana festi hún
báðumegin í hæla, sem hún telgdi úr birkigreinum.
Netið fylltist bráðlega af smásilungi, og svo sagði
Guðrún frá síðar, að það hefði verið einhver sinn
mesti gleðidagur í útleggðinni, þegar hún fann svo
góða veiði, og hefði hún fært guði þakkir fyrir þá
miklu blessun. Veiði þessi brást henni aldrei; mest
var hún haust og vor, en þó ætíð nokkur. Hún flatti
og þurkaði sumt af silungnum, sumt reykti hún og
geymdi jafnvel árlangt.
Nú hafði Guðrún byrgt sig að fæði í bráð, en þá
var eftir að fá skýli yfir höfuðið. Hún tók því næst
sterka og beina birkigrein, telgdi hana til og skefti
með henni rekublaðið. Svo fór hún að grafa innan
hólinn og hélt því verki áfram dag eftir dag; mold-
ina bar hún í poka sínum fram í vatnið. Bjó hún þar
til nægilega rúmgott skýli fyrir sig, Mókollu og
lömbin og undi nú furðanlega vel hag sínum. Eitt
þótti henni samt sem áður vanta, er miðaði til af-
þreyingar í einverunni, en það var að hafa einhver
tímamörk. Tók hún því hávaxna skógarhríslu, af-
kvistaði hana og rak staurinn niður, rétt hjá kofa-
dyrunum. Svo risti hún eitt þverstrik á staurinn á
hverjum morgni, allt þangað til komin voru sex; þá
risti hún langstrik yfir þessi sex; táknaði þannig