Gríma - 01.11.1929, Qupperneq 85
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU
65
hvert langstrik eina viku. Taldi hún á þenna hátt
daga, vikur, mánuði og ár.
Tíðarfar var gott, fyrsta sumarið, sem Guðrún
bjó í hólnum; snjóaði ekki í fjöll fyr en um vetur-
nætur. Iiafði hún búið sig að matarforða sem bezt
hún gat undir veturinn, en einhæfur var forðinn,
mest silungur og lítilsháttar af eggjum og geymdi
hún sumt af eggjunum fram eftir vetrinum. En
mjólkurlaus varð hún að vera, því að Mókolla var
orðin geld. Lömbin voru hrútur og gimbur og sá hún
fram á það, að hún gæti fjölgað kindunum, ef
heppnin væri með; en fyrir hvern mun vildi hún
halda þessum tryggðavinum sínum við lífið. Nokk-
urs heyforða hafði hún getað aflað um sumarið, en
mest munaði um það, að beitarlandið var ágætt, svo
að sjaldan þurfti að hára í kindurnar.
Guðrúnu leið þolanlega um veturinn. Það voraði
snemma, svo að hún gat farið að stunda veiðina
löngu fyrir sumarmál. Mókolla bar snemma og átti
aftur tvö lömb og gimbrin eitt, svo að nú voru kind-
urnar orðnar sex. Hafði hún mikla ánægju af þeim
í einveru sinni. Ull fékk hún töluverða þetta vor,
svo að hún gat bæði bætt net sín og föt, sem farin
voru að slitna. Annars hélt hún áfram sömu störf-
um og áður, veiddi í vatninu og holaði innan hólinn,
svo að þar varð enn þá þægilegri og rúmbetri bú-
staður en áður fyrir hana og kindurnar. Einnig
prýddi hún híbýli sín á ýmsa lund, fóðraði veggi
með mosa og skógviði og styrkti þakið með stoðum;
ennfremur smíðaði hún úr birki ýms áhöld, sem
að gagni máttu verða.
Svona liðu tímar fram. Eftir því sem kindunum