Gríma - 01.11.1929, Síða 87
SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU
67
menn þessir komið auga á fjárhópinn hjá hólnum
og þótti nú sýnt, að þar mundu þeir finna eitthvað
af sínu fé; bar þá brátt að, en þegar þeir komu að
hólnum, sáu þeir, að kindurnar voru flestar mókoll-
óttar og allar ómarkaðar og undruðust þeir það.
Töluðu þeir um þetta fram og aftur og komust að
þeirri niðurstöðu, að þetta hlyti að vera fé útilegu-
manna, sem þar byggju í nágrenninu. Af því að
þeir sáu engan mann, fóru þeir að hyggja í kring
um hólinn og rákust á innganginn í hann; hnykkti
þeim töluvert við það, því að auðsýnt var, að þar
byggju útilegumenn. Báru þeir saman ráð sín í á-
kafa og sýndist sitt hverjum; sumir vildu taka fjár-
hópinn og flýja með hann hið skjótasta til byggða,
en aðrir vildu bíða útilegumanna og fást við þá, en
ekki þótti þeim samt árennilegt, að fara inn í hól-
inn og eiga á hættu að hitta þar fyrir vopnaða menn.
Foringi leitarmanna lagði ekkert til málanna, held-
ur þagði hann um stund og var hugsi. Loksins sagði
hann, að bezt væri að hann gengi einn í hólinn, en
hinir biðu sín á meðan. Að svo mæltu gekk hann
rakleiðis inn í hólinn og sá þar Guðrúnu liggja með-
vitundarlausa á gólfinu; fór hann að stumra yfir
henni og dreypa á hana vatni. Raknaði hún bráð-
lega við og horfði óttaslegnum augum á manninn,
en þegar hún sá, að það var gamli æskuvinur henn-
ar, eini óskyldi maðurinn, sem hún unni hugástum,
tók hún um háls honum og sagði lágt: »Jón!« Hann
faðmaði hana að sér og sagðist þessari stundu fegn-
astur orðið hafa, er hann fann hana lífs og heila.
»Það er þér að þakka«, sagði hún, »að eg hef ekki
fundizt fyr; annars hefði eg beðið bana fyrir löngu.
0rlma I
5