Gríma - 01.11.1929, Síða 88

Gríma - 01.11.1929, Síða 88
és SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU En hvernig stendur á ferðum þínum og þessara manna?« Hann sagði, að það væri í fyrsta sinni, sem svona langt hefði verið farið í fjárleitir, það hann vissi til. Allt af kvaðst hann hafa alið þá von í brjósti, að hún kynni að vera á lífi og að stöðugt hefði hann þráð það að fá að sjá hana aftur; »og þau gleðitíðindi hef eg þér að færa, að nú eru vægari lög í landi voru, en áður var. Nú er þér alveg óhætt að koma með mér til byggða, og skal eg ábyrgjast þér líf, frelsi og uppgjöf sakar. Jón bróðir þinn er nú heim kominn; hefur hann farið huldu höfði í mörg ár, eða eru það ekki orðin ein tólf ár eða meira, síð- an þið systkini hurfuð?« »Jú«, svaraði Guðrún, »það eru tólf ár og f jórir mánuðir, ef eg hef reiknað rétt, löng ár og erfið, sérstaklega þau fyrstu. En smátt og smátt hef eg getað sætt mig við kjör mín, og má heita að mér hafi liðið vel upp á síðkastið. Nú orðið á eg líka um fimmtíu fjár og hef þó slátrað mörg- um kindum mér til lífsbjargar«. Síðan sagði Guð- rún Jóni í fám orðum allt það markverðasta, sem á daga hennar hafði drifið, eftir það er þau skildu við jarðfallið, og að endingu bætti hún við: »Á eg þér, næst guði, að þakka líf mitt og frelsi og mun eg aldrei geta launað þér það svo sem vert er«. »Það stendur í þínu valdi«, svaraði Jón, »ef launa er vert, því að eg hef ásett mér að fá þig til eiginkonu, ef það er þinn vilji, eða að öðrum kosti enga«. Hún svaraði: »Ef það á fyrir mér að liggja að eign- ast eiginmann, þá mun eg kjósa þig. Eitt vildi eg þó mega áskilja mér, að eg þurfi ekki að skilja við ástkæru, fögru fjöllin mín, hólinn þann arna og kindurnar mínar«. »Eg skal sjá svo um, að þú þurf- ir ekki að vera langvistum frá þeim«, svaraði Jón. >
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.